Arnar Gunnlaugs kolféll fyrir bandarískri leikkonu 4. janúar 2012 08:00 Arnar Gunnlaugs og leikkonan Michaela Conlin hafa verið saman í nokkra mánuði en það var fyrir tilstilli Ásdísar Ránar að parið kynntist. Leikkonan Michaela Conlin eyddi áramótunum á Íslandi, eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Conlin sækir landið heim en leikkonan og fyrrum knattspyrnuhetjan Arnar Gunnlaugsson felldu hugi saman þegar leikkonan kom hingað fyrst í heimsókn í nóvember. Það var engin önnur er mágkona Arnars, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, sem á heiðurinn að sambandinu. "Jú, það passar og þau hafa verið að hittast í nokkrar vikur," segir Ásdís Rán en Arnar og Conlin sáust saman við ýmis tækifæri yfir hátíðarnar. Ásdís Rán og Conlin eiga sameiginlega vini í Los Angeles þar sem leikkonan býr og starfar en Ásdís aðstoðaði Conlin þegar hún kom fyrst til landsins í haust. "Það er oft haft samband við mig þegar verið er að fara að heimsækja Ísland og ég beðin um að mæla með hvað er best að gera og gerði ég það fyrir Michaelu," segir Ásdís, sem er stödd hér á landi í stuttu jólafríi en heldur aftur til Búlgaríu eftir nokkra daga. Conlin, sem á ættir sínar að rekja til Kína og Írlands, er hvað frægust fyrir hlutverk sitt sem meinatæknirinn Angela Montenegro í sjónvarpsþáttaröðinni Bones sem sýnd er á Stöð 2. Conlin hefur leikið í þáttunum frá því að þeir byrjuðu árið 2005. Einnig hefur hún farið með hlutverk í kvikmyndunum The Lincoln Lawyer, Enchanted og Open Window. Arnar Gunnlaugs er hins vegar þekktur fyrir færni sína á fótboltavellinum og sem einn af eigendum umboðsskrifstofunnar Total Football.Parið var einmitt saman í jólaboði skrifstofunnar milli jóla og nýárs þar sem til dæmis Eiður Smári Guðjohnsen, Ásdís Rán og eiginmaður hennar Garðar Gunnlaugsson voru einnig gestir. Arnar vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið í gær. alfrun@frettabladid.is- Hér má sjá mynd af leikkonunni fagna á Austur (mynd #2 í myndasafni). Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira
Leikkonan Michaela Conlin eyddi áramótunum á Íslandi, eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Conlin sækir landið heim en leikkonan og fyrrum knattspyrnuhetjan Arnar Gunnlaugsson felldu hugi saman þegar leikkonan kom hingað fyrst í heimsókn í nóvember. Það var engin önnur er mágkona Arnars, Ásdís Rán Gunnarsdóttir, sem á heiðurinn að sambandinu. "Jú, það passar og þau hafa verið að hittast í nokkrar vikur," segir Ásdís Rán en Arnar og Conlin sáust saman við ýmis tækifæri yfir hátíðarnar. Ásdís Rán og Conlin eiga sameiginlega vini í Los Angeles þar sem leikkonan býr og starfar en Ásdís aðstoðaði Conlin þegar hún kom fyrst til landsins í haust. "Það er oft haft samband við mig þegar verið er að fara að heimsækja Ísland og ég beðin um að mæla með hvað er best að gera og gerði ég það fyrir Michaelu," segir Ásdís, sem er stödd hér á landi í stuttu jólafríi en heldur aftur til Búlgaríu eftir nokkra daga. Conlin, sem á ættir sínar að rekja til Kína og Írlands, er hvað frægust fyrir hlutverk sitt sem meinatæknirinn Angela Montenegro í sjónvarpsþáttaröðinni Bones sem sýnd er á Stöð 2. Conlin hefur leikið í þáttunum frá því að þeir byrjuðu árið 2005. Einnig hefur hún farið með hlutverk í kvikmyndunum The Lincoln Lawyer, Enchanted og Open Window. Arnar Gunnlaugs er hins vegar þekktur fyrir færni sína á fótboltavellinum og sem einn af eigendum umboðsskrifstofunnar Total Football.Parið var einmitt saman í jólaboði skrifstofunnar milli jóla og nýárs þar sem til dæmis Eiður Smári Guðjohnsen, Ásdís Rán og eiginmaður hennar Garðar Gunnlaugsson voru einnig gestir. Arnar vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið í gær. alfrun@frettabladid.is- Hér má sjá mynd af leikkonunni fagna á Austur (mynd #2 í myndasafni).
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Sjá meira