Innlent

Árin hjá Kristjáni gætu orðið fleiri en 22

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristján Einarsson hefur starfað hjá slökkviliðinu undanfarin 22 ár.
Kristján Einarsson hefur starfað hjá slökkviliðinu undanfarin 22 ár. Mynd/HSU/MHH
Svo virðist sem dagar Kristjáns Einarssonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu (BÁ), séu ekki endilega taldir eftir 22 ár í starfi. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Kristján átt vel heppnaða fundi með fagráði Brunavarna Árnessýslu en tólf dagar eru síðan honum var sagt upp störfum.

Vísir greindi fyrstur miðla frá uppsögninni en fagráðið taldi hann hafa hækkað laun sín og aðstoðarslökkviliðsstjóra án þess að hafa til þess heimild. Var um bakvaktargreiðslur að ræða sem Kristján sagðist hafa fengið grænt ljós á frá fyrrverandi formanni stjórnar BÁ, Eyþóri Arnalds. Eyþór þvertekur fyrir að nokkur slík heimild hafi verið gefin.

Hvorki stjórn BÁ né Kristján vildu tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Vel má þó merkja að hljóðið í báðum aðilum er betra og er að vænta tilkynningar þegar niðurstaða í málinu liggur fyrir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×