Ari segir framgöngu Samkeppniseftirlitsins lítilmannlega Jakob Bjarnar skrifar 7. júlí 2016 14:05 Ari vandar Samkeppniseftirlitinu ekki kveðjurnar og segir úrskurðin byggja á einhvers konar öfugmælavísu. vísir Ari Edwald, forstjóri MS, er afar óhress með nýja niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem vill leggja 480 milljóna króna stjórnvaldssekt á Mjólkursamsöluna vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. Vísir náði tali af Ara þar sem hann er nú staddur erlendis í fríi með fjölskyldu sinni. Ari segir þessa tímasetningu alveg ábyggilega enga tilviljun, honum finnst vart forsvaranlegt að senda úrskurðinn frá sér nú, með þessum hætti án fyrirvara, þegar allir eru í fríi. „Þetta er ekkert nýtt. Þetta mál tekur til áranna 2008 til 2013 og hefur tekið nokkur ár. Er þá eðlilegt að dengja út svona úrskurði 7. júlí án nokkurrar viðvörunar, þegar allir eru í sumarfríi? Þetta er ekki boðlegt og alveg örugglega ekki tilviljun. Þeir vilja skapa sér einhvers konar forskot í umræðunni með þessari framgöngu,“ segir Ari.Forsendur dómsins öfugmælavísa Forstjórinn var nýlega búinn að fá þessa niðurstöðu í hendur þegar Vísir ræddi við hann og Ari sagði að yfirlýsingar frá MS væri að vænta fljótlega. „Þetta er endurtekið efni, þetta er sama ákvörðun og var tekin fyrir tveimur árum, sem þá var áfrýjað. þó það sé eitthvað hækkuð sektin,“ segir Ari og setur fyrirvara á þann að hann var að fá ákvörðunina í hendur. Honum þykir stórfurðulegt að sett hafi verið á viðbótarsekt útá þá kenningu Samkeppniseftirlitsins að MS hafi verið leynt gögnum í málinu. „Þetta teljum við algerlega út í loftið. Hefur enga stoð enda er þarna um að ræða þau atriði sem helst styðja við málflutning MS í málinu, þau sjónarmið sem þau töldu að hefðu verið leynt, en það var auðvitað það sem helst átti að vera stuðningur við málflutning MS. Þetta er einhvers konar öfugmælavísa.“Málinu hvergi nærri lokið Ari segir þetta lykilatriði: „Og mér finnst lítilmannlegt af þessari stofnun, í staðinn fyrir að axla ábyrgð á þessum handarbakavinnubrögðum að vilja klína þeim á MS með þeim hætti.“ Ari segir þennan drátt á afgreiðslu málsins hafa verið mjög bagalegan fyrir fyrirtækið, sem auðvitað hefði viljað sjá það út úr heiminum fyrir tveimur árum. „Þetta stenst ekki og mín fyrstu viðbrögð eru þau að það beri að líta á þennan úrskurð sem millikafla í málinu. Þetta er enginn endir máls. Samkeppniseftirlitið ber MS þungum sökum, en þetta eru svokallaðar „stundarsakir“ og munu ekki standast þegar öll kurl eru til grafar komin í málinu.“ Tengdar fréttir MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
Ari Edwald, forstjóri MS, er afar óhress með nýja niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins, sem vill leggja 480 milljóna króna stjórnvaldssekt á Mjólkursamsöluna vegna alvarlegra brota á samkeppnislögum. Vísir náði tali af Ara þar sem hann er nú staddur erlendis í fríi með fjölskyldu sinni. Ari segir þessa tímasetningu alveg ábyggilega enga tilviljun, honum finnst vart forsvaranlegt að senda úrskurðinn frá sér nú, með þessum hætti án fyrirvara, þegar allir eru í fríi. „Þetta er ekkert nýtt. Þetta mál tekur til áranna 2008 til 2013 og hefur tekið nokkur ár. Er þá eðlilegt að dengja út svona úrskurði 7. júlí án nokkurrar viðvörunar, þegar allir eru í sumarfríi? Þetta er ekki boðlegt og alveg örugglega ekki tilviljun. Þeir vilja skapa sér einhvers konar forskot í umræðunni með þessari framgöngu,“ segir Ari.Forsendur dómsins öfugmælavísa Forstjórinn var nýlega búinn að fá þessa niðurstöðu í hendur þegar Vísir ræddi við hann og Ari sagði að yfirlýsingar frá MS væri að vænta fljótlega. „Þetta er endurtekið efni, þetta er sama ákvörðun og var tekin fyrir tveimur árum, sem þá var áfrýjað. þó það sé eitthvað hækkuð sektin,“ segir Ari og setur fyrirvara á þann að hann var að fá ákvörðunina í hendur. Honum þykir stórfurðulegt að sett hafi verið á viðbótarsekt útá þá kenningu Samkeppniseftirlitsins að MS hafi verið leynt gögnum í málinu. „Þetta teljum við algerlega út í loftið. Hefur enga stoð enda er þarna um að ræða þau atriði sem helst styðja við málflutning MS í málinu, þau sjónarmið sem þau töldu að hefðu verið leynt, en það var auðvitað það sem helst átti að vera stuðningur við málflutning MS. Þetta er einhvers konar öfugmælavísa.“Málinu hvergi nærri lokið Ari segir þetta lykilatriði: „Og mér finnst lítilmannlegt af þessari stofnun, í staðinn fyrir að axla ábyrgð á þessum handarbakavinnubrögðum að vilja klína þeim á MS með þeim hætti.“ Ari segir þennan drátt á afgreiðslu málsins hafa verið mjög bagalegan fyrir fyrirtækið, sem auðvitað hefði viljað sjá það út úr heiminum fyrir tveimur árum. „Þetta stenst ekki og mín fyrstu viðbrögð eru þau að það beri að líta á þennan úrskurð sem millikafla í málinu. Þetta er enginn endir máls. Samkeppniseftirlitið ber MS þungum sökum, en þetta eru svokallaðar „stundarsakir“ og munu ekki standast þegar öll kurl eru til grafar komin í málinu.“
Tengdar fréttir MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Sjá meira
MS sektað um hálfan milljarð: Misnotaði markaðsráðandi aðstöðu sína með alvarlegum hætti Með þessu móti var geta keppinauta til þess að keppa við MS og tengd félög skert með alvarlegum hætti. 7. júlí 2016 13:40