Áreitt kynferðislega í EVE Online - kynjamismunum í tölvuleikjum Erla Hlynsdóttir skrifar 16. mars 2011 13:28 Persóna Önnu Bragadóttur í EVE Online Konur verða fyrir kynferðislegri áreitni í sýndarveruleika ekki síður en í raunveruleikanum. Kynjamismunun er staðreynd í tölvuleiknum EVE Online. Þetta er megin niðurstaða Önnu Bragadóttur sem rannsakaði samskipti kynjanna í sýndarveruleika, sérstaklega í tölvuleiknum EVE Online. Rannsóknina vann hún fyrir lokaritgerð sína við viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst og spilaði hún leikinn mánuðum saman til að öðlast betri skilning á verkefni sínu. „Kvenmenn geta orðið fyrir kynferðisáreitni og þurfa að gæta vel að því hvað þær segja og hvernig það er sagt svo það valdi ekki misskilningi. Þær þurfa að setja skýr mörk," segir Anna sem sjálf varð fyrir ofsóknum karlkyns spilara á meðan á rannsókninni stóð.Var sjálf ofsótt af leikfélaga Hún segir að sama fólkið spili oft saman í leiknum, og hún hafi gjarnan spilað með ákveðnum manni sem byrjaði að daðra við hana. „Ég sá þá að hann var ekki með skýr mörk á því hvar leikurinn endar og hvar raunveruleikinn tekur við," segir Anna. Í framhaldinu fór hann að sýna yfirgang og reyndi að einangra hana frá samskiptum við aðra spilara í leiknum. Á endanum tók hann því mjög illa þegar hún sagðist ekki vilja spila meira með honum. „Hann sendi mér stöðuga tölvupósta og ég endaði á því að þurfa að „blocka" hann á öllum samskiptamátum," segir Anna og vísar þar til annars konar tölvusamskipta, svo sem Facebook. Henni hefur tekist að loka alveg á viðkomandi mann, sem er ekki Íslendingur, og hefur hann engin tök á því nú að hafa samband við Önnu.Myndbrot úr leiknum EVE OnlineÓskýr mörk milli leiksins og raunveruleika Hún segir að það sem kom henni mest á óvart við rannsóknina er hversu óljós mörk milli sýndarveruleika og raunveruleika eru hjá ákveðnum spilurum „Það er eins og þeir átti sig ekki hvar leikurinn endar og raunveruleikinn tekur við," segir hún.Konur sem stöðutákn Upplifun hennar af kynjamismunun í leiknum var bæði jákvæð og neikvæð. Hvað jákvæðu hliðina varðar fannst henni mjög merkilegt að komast að því að konur væru álitnar ákveðið stöðutákn innan fyrirtækja í leiknum. „Leikmenn eru ákafir í að láta aðra vita að það sé kvenmaður í þeirra fyrirtæki og ég var til dæmis beðin um að ráða inn aðra leikmenn með því að nota þá staðreynd að ég væri kvenkyns," segir hún.Konur ekki teknar alvarlega Hins vegar fannst henni hún ekki vera tekin nógu alvarlega sem spilari einmitt af því hún er kona. „Það var mín upplifun að yfirmenn fyrirtækisins væru með mig vafða inn í bómull og ég væri ekki fullgildur spilari, það er þeir taka ekki mark á getu og kvenmenn þurfa að sanna sig stöðugt en eru sjaldan teknar sem fullgildir alvöru spilarar," segir hún.Áreitnin tilkynnt Anna segir að þeir sem verða fyrir áreitni í leiknum geti farið inn á notendasíðuna sína og tilkynnt málið til CCP sem er framleiðandi leiksins. Hún segist eftir sem áður hafa gaman að EVE Online en þar sem hún er nú nýútskrifuð einbeitir sér hún þessa dagana að atvinnuleit frekar en tölvuleikjum. Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Konur verða fyrir kynferðislegri áreitni í sýndarveruleika ekki síður en í raunveruleikanum. Kynjamismunun er staðreynd í tölvuleiknum EVE Online. Þetta er megin niðurstaða Önnu Bragadóttur sem rannsakaði samskipti kynjanna í sýndarveruleika, sérstaklega í tölvuleiknum EVE Online. Rannsóknina vann hún fyrir lokaritgerð sína við viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst og spilaði hún leikinn mánuðum saman til að öðlast betri skilning á verkefni sínu. „Kvenmenn geta orðið fyrir kynferðisáreitni og þurfa að gæta vel að því hvað þær segja og hvernig það er sagt svo það valdi ekki misskilningi. Þær þurfa að setja skýr mörk," segir Anna sem sjálf varð fyrir ofsóknum karlkyns spilara á meðan á rannsókninni stóð.Var sjálf ofsótt af leikfélaga Hún segir að sama fólkið spili oft saman í leiknum, og hún hafi gjarnan spilað með ákveðnum manni sem byrjaði að daðra við hana. „Ég sá þá að hann var ekki með skýr mörk á því hvar leikurinn endar og hvar raunveruleikinn tekur við," segir Anna. Í framhaldinu fór hann að sýna yfirgang og reyndi að einangra hana frá samskiptum við aðra spilara í leiknum. Á endanum tók hann því mjög illa þegar hún sagðist ekki vilja spila meira með honum. „Hann sendi mér stöðuga tölvupósta og ég endaði á því að þurfa að „blocka" hann á öllum samskiptamátum," segir Anna og vísar þar til annars konar tölvusamskipta, svo sem Facebook. Henni hefur tekist að loka alveg á viðkomandi mann, sem er ekki Íslendingur, og hefur hann engin tök á því nú að hafa samband við Önnu.Myndbrot úr leiknum EVE OnlineÓskýr mörk milli leiksins og raunveruleika Hún segir að það sem kom henni mest á óvart við rannsóknina er hversu óljós mörk milli sýndarveruleika og raunveruleika eru hjá ákveðnum spilurum „Það er eins og þeir átti sig ekki hvar leikurinn endar og raunveruleikinn tekur við," segir hún.Konur sem stöðutákn Upplifun hennar af kynjamismunun í leiknum var bæði jákvæð og neikvæð. Hvað jákvæðu hliðina varðar fannst henni mjög merkilegt að komast að því að konur væru álitnar ákveðið stöðutákn innan fyrirtækja í leiknum. „Leikmenn eru ákafir í að láta aðra vita að það sé kvenmaður í þeirra fyrirtæki og ég var til dæmis beðin um að ráða inn aðra leikmenn með því að nota þá staðreynd að ég væri kvenkyns," segir hún.Konur ekki teknar alvarlega Hins vegar fannst henni hún ekki vera tekin nógu alvarlega sem spilari einmitt af því hún er kona. „Það var mín upplifun að yfirmenn fyrirtækisins væru með mig vafða inn í bómull og ég væri ekki fullgildur spilari, það er þeir taka ekki mark á getu og kvenmenn þurfa að sanna sig stöðugt en eru sjaldan teknar sem fullgildir alvöru spilarar," segir hún.Áreitnin tilkynnt Anna segir að þeir sem verða fyrir áreitni í leiknum geti farið inn á notendasíðuna sína og tilkynnt málið til CCP sem er framleiðandi leiksins. Hún segist eftir sem áður hafa gaman að EVE Online en þar sem hún er nú nýútskrifuð einbeitir sér hún þessa dagana að atvinnuleit frekar en tölvuleikjum.
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent