Arðsemi íslensku bankanna varð minni við einkavæðingu þeirra Lovísa Eiríksdóttir skrifar 25. júlí 2013 09:00 Landsbanki Íslands varð að fullu einkavæddur árið 2003, ásamt Búnaðarbanka Íslands. Arðsemi í rekstri íslensku bankanna, sem einkavæddir voru á árunum 1998 til 2003, var hvað lakastur á árunum 2006 til 2007, á sama tíma og bókhaldslegur hagnaður var hvað mestur. Þetta kemur fram í nýútkominni meistararitgerð Snorra Jakobssonar um áhrif eignarhalds á rekstrarárangur íslenskra innlánastofnana. Ritgerðin hlaut framúrskarandi einkunn í Hagfræðideild Háskóla Íslands. Helstu niðurstöður eru þær að rekstur ríkisbankanna hafi ekki orðið skilvirkari eftir einkavæðingu þrátt fyrir að flestar rannsóknir sýni fram á að einkabankar skili almennt meiri arðsemi og séu skilvirkari í rekstri.Snorri Jakobsson„Framkvæmd við einkavæðingu íslensku bankanna mistókst. Ríkisbankarnir voru litlir og kostnaður var mjög hár. Í stað þess að fara í niðurskurð og hagræða í rekstri eftir einkavæðinguna ákváðu bankarnir heldur að fara í útrás,“ segir Snorri, sem bendir á að menn hafi ekki horft nógu mikið á grunnrekstur bankanna. Í ritgerðinni kemur fram að við fyrstu sýn hafi íslenska bankakerfið virst standa traustum fótum. Arðsemi var há, hlutabréfaverð hátt og lánshæfismat sterkt. Hins vegar þurfti ekki að kafa djúpt í reikninga þeirra til þess að sjá að grunnreksturinn var mjög veikur. „Að fara í niðurskurð er alltaf óvinsælt og hræðsla bankanna við að missa markaðshlutdeild sína gerði það að verkum að ekki var tekið til slíkra aðgerða,“ útskýrir Snorri. Í staðinn fyrir hagræðingu voru óreglulegir liðir í rekstri bankanna, líkt og gengishagnaður, notaðir til að bæta upp slakan grunnrekstur. „Lítill munur var á rekstri bankanna fyrir og eftir einkavæðingu. Hins vegar var bókhaldsleg arðsemi einkavæddu bankanna mun betri, sem gaf óraunverulega mynd af stöðu þeirra,“ segir Snorri. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar voru íslenskir bankar litlar og óhagkvæmar einingar. Eigendur höfðu því um tvennt að velja, pólitískt óvinsælan niðurskurð eða útrás. grafík/fréttablaðiðGrunnrekstur var betri fyrir einkavæðingu Myndin sýnir að grunnrekstur íslensku bankanna fór versnandi eftir að ríkisbankarnir Landsbanki Íslands og Búnaðarbanki Íslands voru að fullu komnir í eigu einkaaðila í lok árs 2003. Grunnrekstur var hvað verstur á árunum 2006 til 2007, rétt fyrir hrun, en á sama tíma var bókhaldslegur hagnaður hvað mestur. Óreglulegir liðir, líkt og gengishagnaður, voru notaðir til að bæta upp slakan grunnrekstur. Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Fleiri fréttir Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Sjá meira
Arðsemi í rekstri íslensku bankanna, sem einkavæddir voru á árunum 1998 til 2003, var hvað lakastur á árunum 2006 til 2007, á sama tíma og bókhaldslegur hagnaður var hvað mestur. Þetta kemur fram í nýútkominni meistararitgerð Snorra Jakobssonar um áhrif eignarhalds á rekstrarárangur íslenskra innlánastofnana. Ritgerðin hlaut framúrskarandi einkunn í Hagfræðideild Háskóla Íslands. Helstu niðurstöður eru þær að rekstur ríkisbankanna hafi ekki orðið skilvirkari eftir einkavæðingu þrátt fyrir að flestar rannsóknir sýni fram á að einkabankar skili almennt meiri arðsemi og séu skilvirkari í rekstri.Snorri Jakobsson„Framkvæmd við einkavæðingu íslensku bankanna mistókst. Ríkisbankarnir voru litlir og kostnaður var mjög hár. Í stað þess að fara í niðurskurð og hagræða í rekstri eftir einkavæðinguna ákváðu bankarnir heldur að fara í útrás,“ segir Snorri, sem bendir á að menn hafi ekki horft nógu mikið á grunnrekstur bankanna. Í ritgerðinni kemur fram að við fyrstu sýn hafi íslenska bankakerfið virst standa traustum fótum. Arðsemi var há, hlutabréfaverð hátt og lánshæfismat sterkt. Hins vegar þurfti ekki að kafa djúpt í reikninga þeirra til þess að sjá að grunnreksturinn var mjög veikur. „Að fara í niðurskurð er alltaf óvinsælt og hræðsla bankanna við að missa markaðshlutdeild sína gerði það að verkum að ekki var tekið til slíkra aðgerða,“ útskýrir Snorri. Í staðinn fyrir hagræðingu voru óreglulegir liðir í rekstri bankanna, líkt og gengishagnaður, notaðir til að bæta upp slakan grunnrekstur. „Lítill munur var á rekstri bankanna fyrir og eftir einkavæðingu. Hins vegar var bókhaldsleg arðsemi einkavæddu bankanna mun betri, sem gaf óraunverulega mynd af stöðu þeirra,“ segir Snorri. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar voru íslenskir bankar litlar og óhagkvæmar einingar. Eigendur höfðu því um tvennt að velja, pólitískt óvinsælan niðurskurð eða útrás. grafík/fréttablaðiðGrunnrekstur var betri fyrir einkavæðingu Myndin sýnir að grunnrekstur íslensku bankanna fór versnandi eftir að ríkisbankarnir Landsbanki Íslands og Búnaðarbanki Íslands voru að fullu komnir í eigu einkaaðila í lok árs 2003. Grunnrekstur var hvað verstur á árunum 2006 til 2007, rétt fyrir hrun, en á sama tíma var bókhaldslegur hagnaður hvað mestur. Óreglulegir liðir, líkt og gengishagnaður, voru notaðir til að bæta upp slakan grunnrekstur.
Mest lesið Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Fleiri fréttir Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Sjá meira