Arðsemi íslensku bankanna varð minni við einkavæðingu þeirra Lovísa Eiríksdóttir skrifar 25. júlí 2013 09:00 Landsbanki Íslands varð að fullu einkavæddur árið 2003, ásamt Búnaðarbanka Íslands. Arðsemi í rekstri íslensku bankanna, sem einkavæddir voru á árunum 1998 til 2003, var hvað lakastur á árunum 2006 til 2007, á sama tíma og bókhaldslegur hagnaður var hvað mestur. Þetta kemur fram í nýútkominni meistararitgerð Snorra Jakobssonar um áhrif eignarhalds á rekstrarárangur íslenskra innlánastofnana. Ritgerðin hlaut framúrskarandi einkunn í Hagfræðideild Háskóla Íslands. Helstu niðurstöður eru þær að rekstur ríkisbankanna hafi ekki orðið skilvirkari eftir einkavæðingu þrátt fyrir að flestar rannsóknir sýni fram á að einkabankar skili almennt meiri arðsemi og séu skilvirkari í rekstri.Snorri Jakobsson„Framkvæmd við einkavæðingu íslensku bankanna mistókst. Ríkisbankarnir voru litlir og kostnaður var mjög hár. Í stað þess að fara í niðurskurð og hagræða í rekstri eftir einkavæðinguna ákváðu bankarnir heldur að fara í útrás,“ segir Snorri, sem bendir á að menn hafi ekki horft nógu mikið á grunnrekstur bankanna. Í ritgerðinni kemur fram að við fyrstu sýn hafi íslenska bankakerfið virst standa traustum fótum. Arðsemi var há, hlutabréfaverð hátt og lánshæfismat sterkt. Hins vegar þurfti ekki að kafa djúpt í reikninga þeirra til þess að sjá að grunnreksturinn var mjög veikur. „Að fara í niðurskurð er alltaf óvinsælt og hræðsla bankanna við að missa markaðshlutdeild sína gerði það að verkum að ekki var tekið til slíkra aðgerða,“ útskýrir Snorri. Í staðinn fyrir hagræðingu voru óreglulegir liðir í rekstri bankanna, líkt og gengishagnaður, notaðir til að bæta upp slakan grunnrekstur. „Lítill munur var á rekstri bankanna fyrir og eftir einkavæðingu. Hins vegar var bókhaldsleg arðsemi einkavæddu bankanna mun betri, sem gaf óraunverulega mynd af stöðu þeirra,“ segir Snorri. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar voru íslenskir bankar litlar og óhagkvæmar einingar. Eigendur höfðu því um tvennt að velja, pólitískt óvinsælan niðurskurð eða útrás. grafík/fréttablaðiðGrunnrekstur var betri fyrir einkavæðingu Myndin sýnir að grunnrekstur íslensku bankanna fór versnandi eftir að ríkisbankarnir Landsbanki Íslands og Búnaðarbanki Íslands voru að fullu komnir í eigu einkaaðila í lok árs 2003. Grunnrekstur var hvað verstur á árunum 2006 til 2007, rétt fyrir hrun, en á sama tíma var bókhaldslegur hagnaður hvað mestur. Óreglulegir liðir, líkt og gengishagnaður, voru notaðir til að bæta upp slakan grunnrekstur. Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Arðsemi í rekstri íslensku bankanna, sem einkavæddir voru á árunum 1998 til 2003, var hvað lakastur á árunum 2006 til 2007, á sama tíma og bókhaldslegur hagnaður var hvað mestur. Þetta kemur fram í nýútkominni meistararitgerð Snorra Jakobssonar um áhrif eignarhalds á rekstrarárangur íslenskra innlánastofnana. Ritgerðin hlaut framúrskarandi einkunn í Hagfræðideild Háskóla Íslands. Helstu niðurstöður eru þær að rekstur ríkisbankanna hafi ekki orðið skilvirkari eftir einkavæðingu þrátt fyrir að flestar rannsóknir sýni fram á að einkabankar skili almennt meiri arðsemi og séu skilvirkari í rekstri.Snorri Jakobsson„Framkvæmd við einkavæðingu íslensku bankanna mistókst. Ríkisbankarnir voru litlir og kostnaður var mjög hár. Í stað þess að fara í niðurskurð og hagræða í rekstri eftir einkavæðinguna ákváðu bankarnir heldur að fara í útrás,“ segir Snorri, sem bendir á að menn hafi ekki horft nógu mikið á grunnrekstur bankanna. Í ritgerðinni kemur fram að við fyrstu sýn hafi íslenska bankakerfið virst standa traustum fótum. Arðsemi var há, hlutabréfaverð hátt og lánshæfismat sterkt. Hins vegar þurfti ekki að kafa djúpt í reikninga þeirra til þess að sjá að grunnreksturinn var mjög veikur. „Að fara í niðurskurð er alltaf óvinsælt og hræðsla bankanna við að missa markaðshlutdeild sína gerði það að verkum að ekki var tekið til slíkra aðgerða,“ útskýrir Snorri. Í staðinn fyrir hagræðingu voru óreglulegir liðir í rekstri bankanna, líkt og gengishagnaður, notaðir til að bæta upp slakan grunnrekstur. „Lítill munur var á rekstri bankanna fyrir og eftir einkavæðingu. Hins vegar var bókhaldsleg arðsemi einkavæddu bankanna mun betri, sem gaf óraunverulega mynd af stöðu þeirra,“ segir Snorri. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar voru íslenskir bankar litlar og óhagkvæmar einingar. Eigendur höfðu því um tvennt að velja, pólitískt óvinsælan niðurskurð eða útrás. grafík/fréttablaðiðGrunnrekstur var betri fyrir einkavæðingu Myndin sýnir að grunnrekstur íslensku bankanna fór versnandi eftir að ríkisbankarnir Landsbanki Íslands og Búnaðarbanki Íslands voru að fullu komnir í eigu einkaaðila í lok árs 2003. Grunnrekstur var hvað verstur á árunum 2006 til 2007, rétt fyrir hrun, en á sama tíma var bókhaldslegur hagnaður hvað mestur. Óreglulegir liðir, líkt og gengishagnaður, voru notaðir til að bæta upp slakan grunnrekstur.
Mest lesið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent