Erlent

Árásarmaðurinn í Burlington handtekinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA/GETTY
Bandaríska lögreglan handtók í gær karlmann sem er grunaður um að hafa skotið fimm manns til bana í verslunarmiðstöð í bænum Burlington í Washingtonríki á föstudag. Maðurinn heitir Arcan Cetin og er tuttugu ára innflytjandi frá Tyrklandi.

Ekki liggur fyrir hvers vegna hann framdi verknaðinn en ekki talið líklegt að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. Fjórar konur létust í árásinni og einn karlmaður.

Cetin var handtekinn án mótspyrnu í bæ nærri Burlington eftir umfangsmikla leit. Lögreglan segir hann hafa hagað sér eins og „uppvakningur“ þegar hann var handtekinn og að hann hafi verið óvopnaður.

Ekki er búið að gefa út nöfn þeirra sem létust, en héraðsmiðlar segja þau vera frá táningsaldri upp í 90 ára gömul og að mæðgur hafi verið meðal þeirra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×