Árangurslausar viðræður um strætóskýli við Leifsstöð Heiðar Lind Hansson skrifar 24. september 2016 07:00 Núverandi stoppistöð strætisvagna á vegum Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum er við langtímabílastæðin. Ganga þarf dágóðan spöl til þess að komast þangað. Forsvarsmenn sveitarfélaganna vilja breytingar. Fréttablaðið/Pjetur Isavia hyggst ekki taka ákvörðun um úthlutun rútustæða til Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) á Keflavíkurflugvelli vegna strætóferða fyrr en nýtt umferðarskipulag Leifsstöðvar liggur fyrir. Þetta kemur fram í svari Isavia við fyrirspurn Fréttablaðsins, en stjórn sambandsins sendi formlega beiðni til fyrirtækisins í lok maí þar sem hún fór fram á að fá stæði við brottfarar- og komuinnganga flugstöðvarinnar. Þar eru nú fyrirtækin Kynnisferðir ehf. og Iceland Excursions Allrahanda ehf. með rútustæði á grunni samninga við Isavia sem renna út í árslok.Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.Að sögn Berglindar Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra SSS, hafa óformlegar viðræður staðið yfir við Isavia frá febrúar 2012 um málið, en sambandið ber ábyrgð á skipulagi almenningssamgangna á Suðurnesjum. Hún segir mikla hagsmuni undir í málinu fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum og er stjórnin sannfærð um að aðsókn í strætó muni aukast ef vagnar geti stoppað við inngang. „Við vorum með einkaleyfi á akstri frá Flugstöðinni til Reykjavíkur en þáverandi innanríkisráðherra felldi þann hluta einhliða út úr samningum á sínum tíma. Þessi leið var hryggjarstykki samningsins sem gerði okkur kleift að reka kerfið sjálfbært,“ segir Berglind og bendir á að uppsafnaður halli á rekstri þess um síðustu áramót hafi numið 74 milljónum króna. Hún segir að þessi upphæð muni falla á sveitarfélögin. „Ef ekkert verður að gert gætum við neyðst til að endurskoða alla þjónustuna. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir Suðurnesjamenn.“Ólafur Ólafsson, forstjóri bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar.Ástandið óboðlegtÓlafur Kr. Ólafsson, varaformaður SSS, segir ástandið óboðlegt, en núverandi stoppistöð er við langtímabílastæði flugstöðvarinnar nokkra tugi metra frá flugstöðinni. „Frá sjónarhóli sveitarfélaganna snýst þetta um að aðgangur að almenningssamgöngum sé boðlegur á flugvallarsvæðinu og standi jafnfætis öðrum samgöngum sem boðið er upp á,“ segir Ólafur sem bindur vonir við að vilji SSS nái fram að ganga. „Um leið og við náum að efla tekjustreymið þá náum við að efla almenningssamgöngukerfið. Þá minnkar það sem sveitarfélögin þurfa að borga með almenningssamgöngunum og þar með aukast líkurnar á að við getum bætt þjónustuna við íbúana,“ segir hann. Isavia hyggst efna til valferlis um rútustæði við flugstöðina á næstunni, en stefnt er að því að ljúka ferlinu eftir áramót. Nákvæm tímasetning verður ákveðin þegar hönnun á nýju umferðarskipulagi við flugstöðina liggur fyrir. Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Isavia hyggst ekki taka ákvörðun um úthlutun rútustæða til Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) á Keflavíkurflugvelli vegna strætóferða fyrr en nýtt umferðarskipulag Leifsstöðvar liggur fyrir. Þetta kemur fram í svari Isavia við fyrirspurn Fréttablaðsins, en stjórn sambandsins sendi formlega beiðni til fyrirtækisins í lok maí þar sem hún fór fram á að fá stæði við brottfarar- og komuinnganga flugstöðvarinnar. Þar eru nú fyrirtækin Kynnisferðir ehf. og Iceland Excursions Allrahanda ehf. með rútustæði á grunni samninga við Isavia sem renna út í árslok.Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.Að sögn Berglindar Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra SSS, hafa óformlegar viðræður staðið yfir við Isavia frá febrúar 2012 um málið, en sambandið ber ábyrgð á skipulagi almenningssamgangna á Suðurnesjum. Hún segir mikla hagsmuni undir í málinu fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum og er stjórnin sannfærð um að aðsókn í strætó muni aukast ef vagnar geti stoppað við inngang. „Við vorum með einkaleyfi á akstri frá Flugstöðinni til Reykjavíkur en þáverandi innanríkisráðherra felldi þann hluta einhliða út úr samningum á sínum tíma. Þessi leið var hryggjarstykki samningsins sem gerði okkur kleift að reka kerfið sjálfbært,“ segir Berglind og bendir á að uppsafnaður halli á rekstri þess um síðustu áramót hafi numið 74 milljónum króna. Hún segir að þessi upphæð muni falla á sveitarfélögin. „Ef ekkert verður að gert gætum við neyðst til að endurskoða alla þjónustuna. Það eru miklir hagsmunir í húfi fyrir Suðurnesjamenn.“Ólafur Ólafsson, forstjóri bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar.Ástandið óboðlegtÓlafur Kr. Ólafsson, varaformaður SSS, segir ástandið óboðlegt, en núverandi stoppistöð er við langtímabílastæði flugstöðvarinnar nokkra tugi metra frá flugstöðinni. „Frá sjónarhóli sveitarfélaganna snýst þetta um að aðgangur að almenningssamgöngum sé boðlegur á flugvallarsvæðinu og standi jafnfætis öðrum samgöngum sem boðið er upp á,“ segir Ólafur sem bindur vonir við að vilji SSS nái fram að ganga. „Um leið og við náum að efla tekjustreymið þá náum við að efla almenningssamgöngukerfið. Þá minnkar það sem sveitarfélögin þurfa að borga með almenningssamgöngunum og þar með aukast líkurnar á að við getum bætt þjónustuna við íbúana,“ segir hann. Isavia hyggst efna til valferlis um rútustæði við flugstöðina á næstunni, en stefnt er að því að ljúka ferlinu eftir áramót. Nákvæm tímasetning verður ákveðin þegar hönnun á nýju umferðarskipulagi við flugstöðina liggur fyrir.
Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira