Áramótakveðja Tryggingastofnunar Halldór Gunnarsson skrifar 5. janúar 2017 07:00 Á forsíðu Tryggingastofnunar stendur: „Gleðilegt ár. Greiðslur 1. janúar 2017. Mikilvæg atriði vegna greiðslna TR þann 1. janúar: – Hækkun fjárhæða um áramót verður 7,5%. – Greitt verður samkvæmt nýjum lögum um almannatryggingar. Miðað verður við staðgreiðslu og persónuafslátt ársins 2016 í greiðslunum 1. janúar sem verður síðan leiðrétt 1. febrúar.“ Þessi kveðja Tryggingastofnunar til eldri borgara og öryrkja, sem eiga að njóta lágmarkstryggingar til að lifa, er eins og blekking í framhaldi af allri umræðunni um að stórkostlegar bætur hafi verið greiddar inn í málaflokkinn með nýsamþykktum lögum um almannatryggingar. Hið rétta er að þessa 7,5% hækkun hefði orðið að greiða eftir eldri lögum og er greidd ári eftir á. Ákvörðunin „skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs“ (69. gr.). Þessir aðilar fá sína lágmarkshækkun miðað við aðra, greidda ári eftir á, í prósentum miðað við sínar lágmarksgreiðslur, um 230 þúsund kr. á mánuði og að auki þurfa þeir að greiða skatt af þeirri upphæð um 30 þúsund og er þannig ætlað að lifa af um 200 þúsund kr. á mánuði eftir þessa hækkun! Þegar rýnt er í hinar stórkostlegu bætur sem lofað var með nýjum lögum um almannatryggingar, sem sagt er að hafi kostað ríkissjóð tuttugu milljarða króna, sést hvergi kostnaðargreining þessarar upphæðar, t.d. hvað kostar 7,5% hækkunin, sem án lagabreytingar hefði orðið að greiða, hvað sparast með afnámi grunnlífeyris til tekjuhærri eldri borgara og hvað sparast með 45% skerðingu á tekjum umfram 25 þúsund kr. á mánuði, þeirra sem verða að vinna sér til lífs eða þeirra sem vilja vinna sér til sáluhjálpar. Þessi breyting á lögunum, að lækka frítekjumark úr 109 þúsund í 25 þúsund á mánuði gagnvart eldri borgurum, er til ævarandi skammar fyrir þá sem samþykktu þetta á Alþingi sl. haust, einnig fyrir alla hina sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Enginn greiddi þar atkvæði á móti. Eru alþingismenn tilbúnir að greiða um 63% skatt af öllum launum sínum og fríðindum umfram 230 þúsund á mánuði? Útskýring frá Tryggingastofnun til að milda þessa skerðingu er, að af 1.000 kr. á mánuði umfram 25 þúsund til eldri borgara, sé tekinn skattur um 370 kr., síðan sé lífeyrisgreiðsla lækkuð um 45% af eftirstöðvum, eða 240 kr. og þá haldi sá sem vinnur, eftir 347 kr. Greiðslum til öryrkja er haldið niðri með skerðingum og mismunun milli einstaklinga, samsvarandi til skammar. Þetta er reikningsaðferðin með áramótakveðjunni til þeirra, sem stofnunin á að tryggja lífsafkomu! Allar spurningarnar til stofnunarinnar og öll svörin sem liggja þar fyrir bera með sér óskiljanleg lög skerðinga og millifærslna milli bótaflokka, sem verður að afnema og einfalda. Skattleysismörk verða að hækka upp í 300 þúsund krónur á mánuði til að bæta lífeyrisþegum, öryrkjum og láglaunafólki kjararýrnun miðað við aðra, einkum miðað við alþingismenn, sem vildu ekki breyta ólöglegri 44% hækkun kjararáðs til sín, meira að segja afturvirkt, þrátt fyrir að hafa fengið 7,15% hækkun 1. júní 2016 og í árslok 2015 fengu þeir 9,3% hækkun afturvirka til 1. mars það ár. Höfum í huga samanburðinn við hækkanir Tryggingastofnunar til sinna lífeyrisþega: 9,6% í ársbyrjun 2016 fyrir árið 2015 og núna í ársbyrjun 2017, 7,5% fyrir árið 2016. Gerum okkur einnig grein fyrir hinum mikla mun á prósentutölunni af lágum greiðslum annars vegar og hins vegar þessum himinháu, með öllum fríðindunum. Hækkanir á síðasta ári á mánuði til alþingismanna samsvara grunnlaunum á mánuði til kennara og eru meira en helmingi hærri en lífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar á mánuði til einstaklinga. Þetta er áramótakveðja Tryggingastofnunar og alþingismanna til lífeyrisþega um gleðilegt fátæktarár til öryrkja og hluta eldri borgara 2017. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Á forsíðu Tryggingastofnunar stendur: „Gleðilegt ár. Greiðslur 1. janúar 2017. Mikilvæg atriði vegna greiðslna TR þann 1. janúar: – Hækkun fjárhæða um áramót verður 7,5%. – Greitt verður samkvæmt nýjum lögum um almannatryggingar. Miðað verður við staðgreiðslu og persónuafslátt ársins 2016 í greiðslunum 1. janúar sem verður síðan leiðrétt 1. febrúar.“ Þessi kveðja Tryggingastofnunar til eldri borgara og öryrkja, sem eiga að njóta lágmarkstryggingar til að lifa, er eins og blekking í framhaldi af allri umræðunni um að stórkostlegar bætur hafi verið greiddar inn í málaflokkinn með nýsamþykktum lögum um almannatryggingar. Hið rétta er að þessa 7,5% hækkun hefði orðið að greiða eftir eldri lögum og er greidd ári eftir á. Ákvörðunin „skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs“ (69. gr.). Þessir aðilar fá sína lágmarkshækkun miðað við aðra, greidda ári eftir á, í prósentum miðað við sínar lágmarksgreiðslur, um 230 þúsund kr. á mánuði og að auki þurfa þeir að greiða skatt af þeirri upphæð um 30 þúsund og er þannig ætlað að lifa af um 200 þúsund kr. á mánuði eftir þessa hækkun! Þegar rýnt er í hinar stórkostlegu bætur sem lofað var með nýjum lögum um almannatryggingar, sem sagt er að hafi kostað ríkissjóð tuttugu milljarða króna, sést hvergi kostnaðargreining þessarar upphæðar, t.d. hvað kostar 7,5% hækkunin, sem án lagabreytingar hefði orðið að greiða, hvað sparast með afnámi grunnlífeyris til tekjuhærri eldri borgara og hvað sparast með 45% skerðingu á tekjum umfram 25 þúsund kr. á mánuði, þeirra sem verða að vinna sér til lífs eða þeirra sem vilja vinna sér til sáluhjálpar. Þessi breyting á lögunum, að lækka frítekjumark úr 109 þúsund í 25 þúsund á mánuði gagnvart eldri borgurum, er til ævarandi skammar fyrir þá sem samþykktu þetta á Alþingi sl. haust, einnig fyrir alla hina sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Enginn greiddi þar atkvæði á móti. Eru alþingismenn tilbúnir að greiða um 63% skatt af öllum launum sínum og fríðindum umfram 230 þúsund á mánuði? Útskýring frá Tryggingastofnun til að milda þessa skerðingu er, að af 1.000 kr. á mánuði umfram 25 þúsund til eldri borgara, sé tekinn skattur um 370 kr., síðan sé lífeyrisgreiðsla lækkuð um 45% af eftirstöðvum, eða 240 kr. og þá haldi sá sem vinnur, eftir 347 kr. Greiðslum til öryrkja er haldið niðri með skerðingum og mismunun milli einstaklinga, samsvarandi til skammar. Þetta er reikningsaðferðin með áramótakveðjunni til þeirra, sem stofnunin á að tryggja lífsafkomu! Allar spurningarnar til stofnunarinnar og öll svörin sem liggja þar fyrir bera með sér óskiljanleg lög skerðinga og millifærslna milli bótaflokka, sem verður að afnema og einfalda. Skattleysismörk verða að hækka upp í 300 þúsund krónur á mánuði til að bæta lífeyrisþegum, öryrkjum og láglaunafólki kjararýrnun miðað við aðra, einkum miðað við alþingismenn, sem vildu ekki breyta ólöglegri 44% hækkun kjararáðs til sín, meira að segja afturvirkt, þrátt fyrir að hafa fengið 7,15% hækkun 1. júní 2016 og í árslok 2015 fengu þeir 9,3% hækkun afturvirka til 1. mars það ár. Höfum í huga samanburðinn við hækkanir Tryggingastofnunar til sinna lífeyrisþega: 9,6% í ársbyrjun 2016 fyrir árið 2015 og núna í ársbyrjun 2017, 7,5% fyrir árið 2016. Gerum okkur einnig grein fyrir hinum mikla mun á prósentutölunni af lágum greiðslum annars vegar og hins vegar þessum himinháu, með öllum fríðindunum. Hækkanir á síðasta ári á mánuði til alþingismanna samsvara grunnlaunum á mánuði til kennara og eru meira en helmingi hærri en lífeyrisgreiðslur Tryggingastofnunar á mánuði til einstaklinga. Þetta er áramótakveðja Tryggingastofnunar og alþingismanna til lífeyrisþega um gleðilegt fátæktarár til öryrkja og hluta eldri borgara 2017.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun