Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu

Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki.

Innlent
Fréttamynd

Hinir grunuðu í mansalsmálinu ganga lausir

Ekki var talin ástæða til þess að fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um að hafa ætlað sér að hagnýta tvær stúlkur sem komu til landsins í mansali. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir þeim rann út í gær og þeir ganga því lausir.

Innlent
Fréttamynd

Húnninn settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp

Tekin verða sýni úr hvítabirninum sem var felldur í gær og hann svo settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp. Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun segir miður að það hafi ekki verið hægt að halda dýrinu lifandi en það hafi ekkert annað verið í stöðunni.

Innlent
Fréttamynd

„Ég hefði bara sagt af mér á staðnum“

Brynjar Níelsson sagði af sér varaþingmennsku í gær. Hann segir afsögn sína ekki tengjast stöðu Sjálfstæðisflokksins, ríkisstjórnarinnar eða máli Yazans Tamimi með neinum hætti. Hann er þó afar gagnrýninn á hvernig það fór fram. Ráðherrar Vinstri grænna hafi beitt dómsmálaráðherra óeðlilegum þrýstingi og hefði hann verið í stöðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur hefði hann sagt af sér.

Innlent
Fréttamynd

Yazan afar létt að vera ekki vísað frá landi

Yazan Tamimi og fjölskylda hans geta á morgun sótt um að umsókn þeirra um alþjóðlega vernd verði tekin til efnismeðferðar hjá Útlendingastofnun. Þá verður umsókn þeirra metin með tilliti til aðstæðna í heimaríki þeirra, Palestínu, en ekki til aðstæðna á Spáni, þaðan sem þau höfðu viðkomu á leið til landsins. 

Innlent
Fréttamynd

Fjórir í bílnum en enginn við stýrið

Lögregla stöðvaði bifreið í almennu umferðareftirliti í gærkvöldi eða nótt, þar sem svo undarlega virtist að enginn var undir stýri. Þó voru fjórir einstaklingar í bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Fundu lík karl­manns í Reynis­fjalli

Lík af karlmanni fannst í Reynisfjalli nú í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út þar sem ekki var hægt að nálgast líkið langleiðina. Lögregla getur ekki staðfest að líkið sé af manni sem leitað hefur verið að undanfarna daga að svo stöddu.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af á­kæru um mann­dráp af gá­leysi á Akur­eyri

Landsréttur staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóms Norðurlands eystra á hendur manni sem var ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Manninum var gefið að sök að aka bíl á gangandi vegfaranda. Sá sem varð fyrir bílnum var maður á áttræðisaldri, sem lést sólarhring eftir áreksturinn.

Innlent
Fréttamynd

„Kerfið er algjörlega að bregðast fólkinu“

Dæmi eru um að aðstandendur hafi endað á örorku og fatlaðir einstaklingar fallið frá á meðan beðið er eftir NPA-þjónustu. Maður sem bíður eftir þjónustu segir of lítið fjármagn til sveitarfélaga valda því að þau nái ekki að standa undir lögbundinni þjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Úti­lokar ekki að snúa sér að öðrum verk­efnum

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist vera velta eigin framtíð í stjórnmálum fyrir sér. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvað hann ætli að gera á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram í vor.

Innlent
Fréttamynd

Senda vopnaða menn á svæðið

Sá sem tilkynnti um að hvítabjörn hefði gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum var staddur í sumarhúsi á svæðinu, og er einn eftir því sem lögregla kemst næst. Ekki hefur náðst aftur í viðkomandi. Lögreglumenn eru á leið á svæðið ásamt mönnum frá Landhelgisgæslunni sem eru sérþjálfaðir í meðferð skotvopna.

Innlent
Fréttamynd

Óska eftir mynd­efni af Krýsu­víkur­vegi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir myndefni frá vegfarendum sem óku um Krýsuvíkurveg, á milli Vallahverfis í Hafnarfirði og Vigdísarvallavegar, á milli klukkan 13 og 18 á sunnudaginn. Upp úr klukkan átján tilkynnti maður að hann hefði orðið dóttur sinni að bana og var handtekinn við Krýsuvíkurveg.

Innlent
Fréttamynd

Rafrettukóngur og eig­andi Drekans sakaðir um 740 milljóna brot

Snorri Guðmundsson, sem hagnast hefur ævintýralega á sölu hinna ýmsu nikótínvara á síðustu árum, hefur verið ákærður fyrir stórfelld tollalagabrot í félagi við tvo aðra. Mönnunum er gefið að sök að hafa komist undan greiðslu 741 milljónar króna í tóbaksgjöld af innflutningi um einnar milljónar pakka af vindlingum.

Innlent
Fréttamynd

„Fatlaða fólkið verður fyrir miskanum“

Það er óboðlegt að fatlaðir fái ekki lögbundna NPA-þjónustu og bíði árum saman á meðan ríki og sveitarfélög bendi á hvort annað varðandi hver ber ábyrgð. Þetta segir formaður NPA-Miðstöðvar. Tugir eru á biðlista eftir þjónustu, þrátt fyrir að mótframlag frá ríkinu vegna NPA-samninga sé ekki fullnýtt.

Innlent