Viðskipti innlent

Appelsínugulur EOS varasalvi tangerine tekinn úr sölu

Atli Ísleifsson skrifar
Varasalvinn ber heitið medicated lip balm tangerine og inniheldur efnið phenol sem er bannað að nota í snyrtivörur innan Evrópska efnahagsvæðisins.
Varasalvinn ber heitið medicated lip balm tangerine og inniheldur efnið phenol sem er bannað að nota í snyrtivörur innan Evrópska efnahagsvæðisins. Mynd/Hagkaup
Hagkaup hefur tekið appelsínugulan EOS varasalva úr sölu.

Í tilkynningu segir að varasalvinn, sem ber heitið medicated lip balm tangerine, innihaldi efnið phenol sem sé bannað að nota í snyrtivörur innan Evrópska efnahagsvæðisins samkvæmt reglugerð ESB nr. 1223/2009.

„Efnið er hugsanlegur krabbameinsvaldur ef vara með því er notuð dags daglega. Varasalvinn er framleiddur í Bandaríkjunum en þar hefur phenol ekki verið bannað í snyrtivörum. Þetta á ekki við um aðrar gerðir/liti af EOS varasalvans.

Viðskiptavinum sem keypt hafa vöruna er bent á að þeir geta skilað henni í næstu Hagkaupsverslun gegn fullri endurgreiðslu,“ segir í tilkynningu frá Hagkaup.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×