Anthony Isaiah Gurley sló til Helga og Finnur missti sig | Myndband

 
Körfubolti
22:03 03. MARS 2016
Anthony Isaiah Gurley sló til Helga Ma´s Magnússonar í leiknum.
Anthony Isaiah Gurley sló til Helga Ma´s Magnússonar í leiknum.

Anthony Isaiah Gurley lét finna fyrir sér í bókstaflegri merkingu í kvöld þegar Tindastóll kom í veg fyrir að KR-ingar tryggðu sér titil á Króknum eins og þeir gerðu í úrslitakeppninni í fyrra.

Anthony Isaiah Gurley skoraði 26 stig á 22 mínútum í leiknum en gerðist einnig sekur um mjög óíþróttamannslega framkomu í þessum leik.

Anthony Isaiah Gurley brást nefnilega illa við því þegar Helgi Már Magnússon setti á hann hindrun og sló til Helga í framhaldinu.

Anthony Isaiah Gurley var ekki refsað fyrir framkomu sína en Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, var allt annað en sáttur með hann og var þjálfari KR-liðsins kominn langt inn á völlinn til þess að tjá Gurley skoðun sína.

Finnur Freyr fékk þó enga villu dæmda á Gurley né brottrekstur heldur fékk hann aðeins tæknivillu sjálfur fyrir mótmælin.

Þetta atvik verður örugglega til umræðu í Körfuboltakvöldinu annað kvöld en það fer í loftið klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport.


Anthony Isaiah Gurley sló til Helga
Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Anthony Isaiah Gurley sló til Helga og Finnur missti sig | Myndband
Fara efst