Innlent

Annþór og Börkur sýknaðir

Birgir Olgeirsson skrifar
Börkur Birgisson og Annþór Kristján Karlsson
Börkur Birgisson og Annþór Kristján Karlsson Vísir

Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012.

Var ríkið dæmt til að greiða sakarkostnað í málinu, en málsvarnarkostnaðurinn nemur rúmum 30 milljónum króna. Fastlega má búast við að embætti ríkissaksóknari muni áfrýja málinu til Hæstaréttar. Helgi Magnús Gunnarssonar vararíkissaksóknari fór fram á tólf á fangelsisdóm yfir Annþóri og Berki.

„Ég átti ekki von á öðru,“ sagði Sveinn Guðmundsson, annar af verjendum í þessu máli, eftir að dómur hafði verið kveðinn upp.

„Niðurstaðan gat ekki orðið öðruvísi. Rannsókn málsins var mjög afleit og öll gögn bentu til þess að það gæti ekki neitt komið til greina annað en sýkna, eins og við erum að upplifa núna. En aðdragandi málsins var samt þannig að það hefði aldrei átt að vera gefin út ákæra, það er ekki spurning.“

Hólmgeir Elías Flosason, verjandi í málinu, tók undir með Sveini.  „Þetta var í takt sem við bjuggumst við. Í raun og veru eina niðurstaðan sem kom til greina þar sem við göngum út frá því að menn verða ekki sakfelldir nema það séu sönnunargögn í málinu.“

Tæpar áttar vikur eru liðnar frá því að málið var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi. Málið var afar umfangsmikið og átti sér langa sögu. Alla jafna taka dómarar í héraði sér að hámarki fjórar vikur til að kveða upp dóm sinn en sá tími var tvöfalt lengri nú.

Dóminn má lesa í heild á vef Héraðsdóms Suðurlands hér.

Annþór og Börkur afplána nú sjö og sex ára fangelsisdóma sem féllu haustið 2013 fyrir grófa líkamsárás í janúar 2012.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×