Innlent

Annþór og Börkur mæta örlögum sínum á Selfossi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Annþór og Börkur lýsa yfir sakleysi sínu í málinu.
Annþór og Börkur lýsa yfir sakleysi sínu í málinu.

Tæpar átta vikur eru liðnar frá því að mál ríkissaksóknara á hendur Annþóri Kristjáni Karlssyni Berki Birgissyni var dómtekið í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi. Málið er afar umfangsmikið og á sér langa sögu. Tæp fjögur ár eru liðin síðan Sigurður Hólm Sigurðsson fannst látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni, í maí 2012. Eru þeir Annþór og Börkur grunaðir um líkamsárás sem leiddi til dauða Sigurðar Hólm.



Allajafna taka dómarar í héraði sér að hámarki fjórar vikur til að kveða upp dóm sinn en sá tími er tvöfalt lengri nú. Dómurinn verður kveðinn upp á Selfossi klukkan 15 í dag og erfitt að spá fyrir um niðurstöðuna sem getur verið allt frá sýknu yfir í tólf ára fangelsi sem er sá fangelsisdómur sem Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara fer fram á yfir mönnunum tveimur.



Sjá einnig: Ítarleg fréttaskýring um mál Annþórs og Barkar



Annþór og Börkur afplána nú sjö og sex ára fangelsisdóma sem féllu haustið 2013 fyrir grófa líkamsárás í janúar 2012. Þeir eiga að baki langan brotaferil og hefur Annþór meðal annars gengið undir viðurnefninu Handrukkari Íslands.



Dómur í máli Annþórs og Barkar verður kveðinn upp klukkan 15 og mun Vísir greina frá dómnum um leið og hann liggur fyrir.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×