Annie Mist á leið á HM í CrossFit 8. júní 2010 18:00 Annie segist alltaf hafa verið orkumikil og þurft útrás. Hún var farin að hanga í borðplötum löngu áður en hún fór að ganga. Annie Mist Þórisdóttir er kappsöm í meira lagi og jafnvíg á flestar íþróttagreinar, enda öruggur Íslandsmeistari og Evrópumeistari í CrossFit, og í júlí keppir hún á heimsmeistaramóti CrossFit í Los Angeles. „Ég sekk mér dálítið vel ofan í hlutina og set markið alltaf hátt. Er þannig kappsöm keppnismanneskja og hætti ekki fyrr en ég er orðin verulega góð," segir Annie Mist Þórisdóttir sem um helgina sigraði í meistaraflokki kvenna á CrossFit-leikunum 2010, annað árið í röð. „Ég hef alltaf verið orkumikil og þurft útrás. Þá varð ég fljótt handsterk og farin að hanga í borðplötum löngu áður en ég fór að ganga," segir Annie hlæjandi, en sjö ára byrjaði hún að æfa fimleika hjá Gerplu undir strangri þjálfun rússneskra þjálfara. „Að mínu mati eru fimleikar besti grunnurinn að hvaða íþrótt sem er. Maður er fljótur að ná tæknilegum hlutum og þeim aga sem er nauðsynlegur til að ástunda íþróttir af kappi," segir Annie sem eftir fimleikaárin var orðin háð miklu álagi og æfingum. „Fyrst á eftir byrjaði ég að æfa listdans og síðan stangarstökk en það var ekki nóg svo ég byrjaði í Boot Camp líka, sem ég hef ástundað síðan ásamt ólympískum lyftingum," segir Annie sem stöðugt tileinkar sér nýja hluti fyrir keppni í CrossFit þar sem einstaklingurinn þarf að vera búinn undir hið óvænta og fær um að ráða við þungar, tæknilegar lyftingaæfingar samhliða erfiðum þrek- og þolæfingum. „CrossFit samanstendur af hlaupi, ólympískum lyftingum, róðri, ketilbjöllum, fimleikum og þolæfingum, en mestu skiptir að hafa mikið þol og vera sterkur." Í maí síðastliðnum vann Annie Evrópumeistaratitil kvenna á CrossFit-leikunum í Svíþjóð, en tveir aðrir Íslendingar unnu sér einnig rétt til þátttöku í heimsleikunum sem senn fram fara í Los Angeles. „Æfingar eru verulega tímafrekar en alls æfi ég einu sinni til tvisvar á dag, sex daga vikunnar," segir Annie sem með stífri íþróttaiðkun stundar nám í lífefnafræði við Háskóla Íslands og stefnir á læknisnám í framtíðinni. „Það kemur alltaf á óvart að sigra því maður veit aldrei hverjum maður mætir eða hvernig keppnin verður fyrirfram. Á Evrópuleikunum voru til dæmis greinar sem voru mér óhliðhollar, en styrkleikar mínir felast í þoli og löngum æfingum sem blandast við þungar tækniæfingar. Og áfram stefni ég á sigur, eins og alltaf. Á því verður engin breyting nú." thordis@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Sjá meira
Annie Mist Þórisdóttir er kappsöm í meira lagi og jafnvíg á flestar íþróttagreinar, enda öruggur Íslandsmeistari og Evrópumeistari í CrossFit, og í júlí keppir hún á heimsmeistaramóti CrossFit í Los Angeles. „Ég sekk mér dálítið vel ofan í hlutina og set markið alltaf hátt. Er þannig kappsöm keppnismanneskja og hætti ekki fyrr en ég er orðin verulega góð," segir Annie Mist Þórisdóttir sem um helgina sigraði í meistaraflokki kvenna á CrossFit-leikunum 2010, annað árið í röð. „Ég hef alltaf verið orkumikil og þurft útrás. Þá varð ég fljótt handsterk og farin að hanga í borðplötum löngu áður en ég fór að ganga," segir Annie hlæjandi, en sjö ára byrjaði hún að æfa fimleika hjá Gerplu undir strangri þjálfun rússneskra þjálfara. „Að mínu mati eru fimleikar besti grunnurinn að hvaða íþrótt sem er. Maður er fljótur að ná tæknilegum hlutum og þeim aga sem er nauðsynlegur til að ástunda íþróttir af kappi," segir Annie sem eftir fimleikaárin var orðin háð miklu álagi og æfingum. „Fyrst á eftir byrjaði ég að æfa listdans og síðan stangarstökk en það var ekki nóg svo ég byrjaði í Boot Camp líka, sem ég hef ástundað síðan ásamt ólympískum lyftingum," segir Annie sem stöðugt tileinkar sér nýja hluti fyrir keppni í CrossFit þar sem einstaklingurinn þarf að vera búinn undir hið óvænta og fær um að ráða við þungar, tæknilegar lyftingaæfingar samhliða erfiðum þrek- og þolæfingum. „CrossFit samanstendur af hlaupi, ólympískum lyftingum, róðri, ketilbjöllum, fimleikum og þolæfingum, en mestu skiptir að hafa mikið þol og vera sterkur." Í maí síðastliðnum vann Annie Evrópumeistaratitil kvenna á CrossFit-leikunum í Svíþjóð, en tveir aðrir Íslendingar unnu sér einnig rétt til þátttöku í heimsleikunum sem senn fram fara í Los Angeles. „Æfingar eru verulega tímafrekar en alls æfi ég einu sinni til tvisvar á dag, sex daga vikunnar," segir Annie sem með stífri íþróttaiðkun stundar nám í lífefnafræði við Háskóla Íslands og stefnir á læknisnám í framtíðinni. „Það kemur alltaf á óvart að sigra því maður veit aldrei hverjum maður mætir eða hvernig keppnin verður fyrirfram. Á Evrópuleikunum voru til dæmis greinar sem voru mér óhliðhollar, en styrkleikar mínir felast í þoli og löngum æfingum sem blandast við þungar tækniæfingar. Og áfram stefni ég á sigur, eins og alltaf. Á því verður engin breyting nú." thordis@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Sjá meira