Annie Mist á leið á HM í CrossFit 8. júní 2010 18:00 Annie segist alltaf hafa verið orkumikil og þurft útrás. Hún var farin að hanga í borðplötum löngu áður en hún fór að ganga. Annie Mist Þórisdóttir er kappsöm í meira lagi og jafnvíg á flestar íþróttagreinar, enda öruggur Íslandsmeistari og Evrópumeistari í CrossFit, og í júlí keppir hún á heimsmeistaramóti CrossFit í Los Angeles. „Ég sekk mér dálítið vel ofan í hlutina og set markið alltaf hátt. Er þannig kappsöm keppnismanneskja og hætti ekki fyrr en ég er orðin verulega góð," segir Annie Mist Þórisdóttir sem um helgina sigraði í meistaraflokki kvenna á CrossFit-leikunum 2010, annað árið í röð. „Ég hef alltaf verið orkumikil og þurft útrás. Þá varð ég fljótt handsterk og farin að hanga í borðplötum löngu áður en ég fór að ganga," segir Annie hlæjandi, en sjö ára byrjaði hún að æfa fimleika hjá Gerplu undir strangri þjálfun rússneskra þjálfara. „Að mínu mati eru fimleikar besti grunnurinn að hvaða íþrótt sem er. Maður er fljótur að ná tæknilegum hlutum og þeim aga sem er nauðsynlegur til að ástunda íþróttir af kappi," segir Annie sem eftir fimleikaárin var orðin háð miklu álagi og æfingum. „Fyrst á eftir byrjaði ég að æfa listdans og síðan stangarstökk en það var ekki nóg svo ég byrjaði í Boot Camp líka, sem ég hef ástundað síðan ásamt ólympískum lyftingum," segir Annie sem stöðugt tileinkar sér nýja hluti fyrir keppni í CrossFit þar sem einstaklingurinn þarf að vera búinn undir hið óvænta og fær um að ráða við þungar, tæknilegar lyftingaæfingar samhliða erfiðum þrek- og þolæfingum. „CrossFit samanstendur af hlaupi, ólympískum lyftingum, róðri, ketilbjöllum, fimleikum og þolæfingum, en mestu skiptir að hafa mikið þol og vera sterkur." Í maí síðastliðnum vann Annie Evrópumeistaratitil kvenna á CrossFit-leikunum í Svíþjóð, en tveir aðrir Íslendingar unnu sér einnig rétt til þátttöku í heimsleikunum sem senn fram fara í Los Angeles. „Æfingar eru verulega tímafrekar en alls æfi ég einu sinni til tvisvar á dag, sex daga vikunnar," segir Annie sem með stífri íþróttaiðkun stundar nám í lífefnafræði við Háskóla Íslands og stefnir á læknisnám í framtíðinni. „Það kemur alltaf á óvart að sigra því maður veit aldrei hverjum maður mætir eða hvernig keppnin verður fyrirfram. Á Evrópuleikunum voru til dæmis greinar sem voru mér óhliðhollar, en styrkleikar mínir felast í þoli og löngum æfingum sem blandast við þungar tækniæfingar. Og áfram stefni ég á sigur, eins og alltaf. Á því verður engin breyting nú." thordis@frettabladid.is Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Annie Mist Þórisdóttir er kappsöm í meira lagi og jafnvíg á flestar íþróttagreinar, enda öruggur Íslandsmeistari og Evrópumeistari í CrossFit, og í júlí keppir hún á heimsmeistaramóti CrossFit í Los Angeles. „Ég sekk mér dálítið vel ofan í hlutina og set markið alltaf hátt. Er þannig kappsöm keppnismanneskja og hætti ekki fyrr en ég er orðin verulega góð," segir Annie Mist Þórisdóttir sem um helgina sigraði í meistaraflokki kvenna á CrossFit-leikunum 2010, annað árið í röð. „Ég hef alltaf verið orkumikil og þurft útrás. Þá varð ég fljótt handsterk og farin að hanga í borðplötum löngu áður en ég fór að ganga," segir Annie hlæjandi, en sjö ára byrjaði hún að æfa fimleika hjá Gerplu undir strangri þjálfun rússneskra þjálfara. „Að mínu mati eru fimleikar besti grunnurinn að hvaða íþrótt sem er. Maður er fljótur að ná tæknilegum hlutum og þeim aga sem er nauðsynlegur til að ástunda íþróttir af kappi," segir Annie sem eftir fimleikaárin var orðin háð miklu álagi og æfingum. „Fyrst á eftir byrjaði ég að æfa listdans og síðan stangarstökk en það var ekki nóg svo ég byrjaði í Boot Camp líka, sem ég hef ástundað síðan ásamt ólympískum lyftingum," segir Annie sem stöðugt tileinkar sér nýja hluti fyrir keppni í CrossFit þar sem einstaklingurinn þarf að vera búinn undir hið óvænta og fær um að ráða við þungar, tæknilegar lyftingaæfingar samhliða erfiðum þrek- og þolæfingum. „CrossFit samanstendur af hlaupi, ólympískum lyftingum, róðri, ketilbjöllum, fimleikum og þolæfingum, en mestu skiptir að hafa mikið þol og vera sterkur." Í maí síðastliðnum vann Annie Evrópumeistaratitil kvenna á CrossFit-leikunum í Svíþjóð, en tveir aðrir Íslendingar unnu sér einnig rétt til þátttöku í heimsleikunum sem senn fram fara í Los Angeles. „Æfingar eru verulega tímafrekar en alls æfi ég einu sinni til tvisvar á dag, sex daga vikunnar," segir Annie sem með stífri íþróttaiðkun stundar nám í lífefnafræði við Háskóla Íslands og stefnir á læknisnám í framtíðinni. „Það kemur alltaf á óvart að sigra því maður veit aldrei hverjum maður mætir eða hvernig keppnin verður fyrirfram. Á Evrópuleikunum voru til dæmis greinar sem voru mér óhliðhollar, en styrkleikar mínir felast í þoli og löngum æfingum sem blandast við þungar tækniæfingar. Og áfram stefni ég á sigur, eins og alltaf. Á því verður engin breyting nú." thordis@frettabladid.is
Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira