FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 16:15

Hrafnhildur býđur sig fram í stjórn Sundsambandsins

SPORT

Annađ tap Jóns Arnórs og félaga á Spáni og bikardraumurinn úr sögunni

 
Körfubolti
22:29 18. FEBRÚAR 2016
Svekkjandi fyrir Jón Arnór og félaga hans.
Svekkjandi fyrir Jón Arnór og félaga hans. VÍSIR/VALLI

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í spænska úrvalsdeildarliðinu Valencia eru úr leik í Konungsbikarnum á Spáni eftir tap á heimavelli í átta liða úrslitum í kvöld, 78-83.

Valencia, sem var aðeins búið að tapa einum leik á Spáni í allan vetur, lá í valnum gegn Gran Canaria sem er í fimmta sæti deildarinnar, sex sigrum á eftir toppliði Valencia.

Leikurinn var hrikalega jafn og spennandi. Staðan var 42-42 í hálfleik, en Jón Arnór og félagar voru komnir með tíu stiga forskot í byrjun fjórða leikhluta, 67-67.

Þá kom áhlaup frá gestunum sem jöfnuðu metin í 69-69 og aftur í 71-71 áður en þeir tóku svo fimm stiga sprett og komust yfir, 76-71.

Gran Canaria náði að halda forskotinu allt til leiksloka og skella toppliðinu í bikarnum og það á útivelli. Svekkjandi fyrir Jón Arnór sem komst í úrslitahelgi spænska bikarsins undanfarin tvö ár með Zaragoza.

Jón Arnór spilaði aðeins fjórar mínútur í kvöld og var stigalaus, en hann tók eitt frákast.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Annađ tap Jóns Arnórs og félaga á Spáni og bikardraumurinn úr sögunni
Fara efst