Innlent

Andlát konu í austurborginni: Eiginmaðurinn laus úr haldi

Maðurinn var dæmdur í gæsluvarðhald 16. maí síðastliðinn.
Maðurinn var dæmdur í gæsluvarðhald 16. maí síðastliðinn.
Karl á sjötugsaldri, sem var úrskurðaður í gæsluvarðhald 16. maí, er laus úr haldi lögreglu.

Maðurinn var handtekinn eftir að eiginkona hans var endurlífguð á heimili þeirra í austurborginni. Konan, sem var á fimmtugsaldri, var flutt á sjúkrahús en lést þar nokkrum dögum síðar.

Bráðabirgðaniðurstaða krufningar gaf ekki tilefni til að hafa manninn áfram í haldi, segir í tilkynningu frá lögreglu.

Rannsókn málsins heldur áfram en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×