Anders Limpar líkir George Graham við Saddam Hussein Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2012 23:30 George Graham. Mynd/Nordic Photos/Getty Sænski knattspyrnumaðurinn Anders Limpar vandar George Graham, fyrrum stjóra sínum hjá Arsenal, ekki kveðjurnar. Limpar segir lífið hjá Arsenal undir stjórn Skotans hafa verið líkt og í Írak undir einræði Saddam Hussein. Limpar lætur hafa þetta eftir sér í Aftonbladet og fer ófögrum orðum um Graham. Skotinn náði góðum árangri með Lundúnarfélagið þrátt fyrir að liðið væri gagnrýnt fyrir að spila grófa og varnarsinnaða knattspyrnu. „Hann var ógeðslegur. Þú gast mætt á æfingu og hann myndi kalla einn leikmann inn á skrifstofu til sín. En þetta var engin skrifstofu því allir heyrðu hvað gekk á. Svo sagði Graham: „Ég er búinn að selja þig til Leeds." Leikmaðurinn svaraði: „Ég vil ekki ganga til liðs við Leeds." Þá sagði Graham: „Þú verður að taka saman dótið þitt og fara,"" minnist Limpar um meðferð Graham á liðsfélaga sínum hjá Arsenal. „Þvílíkt svín. Ég hef aldrei séð leikmann jafn vonsvikinn. Tárin runnu niður andlit hans. Hann hafði verið hjá Arsenal frá 16 ára aldri. Ég held hann hafi örugglega verið seldur til Leeds," segir Limpar án þess að nafngreina liðsfélaga sinn. Limpar gekk til liðs við Arsenal frá ítalska félaginu Cremonese árið 1990. Hann skoraði 20 mörk í 116 leikjum þar á meðal mark frá miðju gegn Liverpool sem verður lengi í minnum haft. Árið 1994 ákvað Graham að endurnýja ekki samninginn við Svíann sem hugsar honum þegjandi þörfina. „Hann seldi mig í apríl þegar samningurinn átti að renna út í maí. Það var ekki til umræðu að framlengja samninginn. Bara bless bless," segir Limpar sem segir Graham hafa neitað sér um að vera áfram hjá Arsenal. „En ég hef unnið svo marga titla fyrir þig. Er það ekki nóg?" sagði Limpar en eftir umræður með umboðsmanni sínum á skrifstofu Graham varð ljóst að ekkert yrði úr áframhaldandi veru Limpar. „Ég hef fengið gott tilboð frá Manchester City svo þú ferð þangað," á Graham að hafa sagt við Limpar sem segist hafa áttað sig á því að hans tíma hjá Arsenal væri lokið. „Jæja, takk fyrir árin fjögur," sagði Limpar við Graham og rétti út höndina. „Þá ruggaði hann sér bara á stólnum og starði á vegginn. Eftir fjögur ár tók hann ekki einu sinni í höndina á mér," sagði Limpar sem á endanum gekk til liðs við Everton og vann enska bikarinn með liðinu 1995. Spurður hvort hann hafi hitt George Graham síðan þá segir Limpar: „Oft. Hann er eins og hann á að sér að vera, hrokafullur." Limpar var í bronsliði Svía á heimsmeistaramótinu í Bandaríkjunum árið 1994. Hann lagði skóna á hilluna árið 2001. Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Sjá meira
Sænski knattspyrnumaðurinn Anders Limpar vandar George Graham, fyrrum stjóra sínum hjá Arsenal, ekki kveðjurnar. Limpar segir lífið hjá Arsenal undir stjórn Skotans hafa verið líkt og í Írak undir einræði Saddam Hussein. Limpar lætur hafa þetta eftir sér í Aftonbladet og fer ófögrum orðum um Graham. Skotinn náði góðum árangri með Lundúnarfélagið þrátt fyrir að liðið væri gagnrýnt fyrir að spila grófa og varnarsinnaða knattspyrnu. „Hann var ógeðslegur. Þú gast mætt á æfingu og hann myndi kalla einn leikmann inn á skrifstofu til sín. En þetta var engin skrifstofu því allir heyrðu hvað gekk á. Svo sagði Graham: „Ég er búinn að selja þig til Leeds." Leikmaðurinn svaraði: „Ég vil ekki ganga til liðs við Leeds." Þá sagði Graham: „Þú verður að taka saman dótið þitt og fara,"" minnist Limpar um meðferð Graham á liðsfélaga sínum hjá Arsenal. „Þvílíkt svín. Ég hef aldrei séð leikmann jafn vonsvikinn. Tárin runnu niður andlit hans. Hann hafði verið hjá Arsenal frá 16 ára aldri. Ég held hann hafi örugglega verið seldur til Leeds," segir Limpar án þess að nafngreina liðsfélaga sinn. Limpar gekk til liðs við Arsenal frá ítalska félaginu Cremonese árið 1990. Hann skoraði 20 mörk í 116 leikjum þar á meðal mark frá miðju gegn Liverpool sem verður lengi í minnum haft. Árið 1994 ákvað Graham að endurnýja ekki samninginn við Svíann sem hugsar honum þegjandi þörfina. „Hann seldi mig í apríl þegar samningurinn átti að renna út í maí. Það var ekki til umræðu að framlengja samninginn. Bara bless bless," segir Limpar sem segir Graham hafa neitað sér um að vera áfram hjá Arsenal. „En ég hef unnið svo marga titla fyrir þig. Er það ekki nóg?" sagði Limpar en eftir umræður með umboðsmanni sínum á skrifstofu Graham varð ljóst að ekkert yrði úr áframhaldandi veru Limpar. „Ég hef fengið gott tilboð frá Manchester City svo þú ferð þangað," á Graham að hafa sagt við Limpar sem segist hafa áttað sig á því að hans tíma hjá Arsenal væri lokið. „Jæja, takk fyrir árin fjögur," sagði Limpar við Graham og rétti út höndina. „Þá ruggaði hann sér bara á stólnum og starði á vegginn. Eftir fjögur ár tók hann ekki einu sinni í höndina á mér," sagði Limpar sem á endanum gekk til liðs við Everton og vann enska bikarinn með liðinu 1995. Spurður hvort hann hafi hitt George Graham síðan þá segir Limpar: „Oft. Hann er eins og hann á að sér að vera, hrokafullur." Limpar var í bronsliði Svía á heimsmeistaramótinu í Bandaríkjunum árið 1994. Hann lagði skóna á hilluna árið 2001.
Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Sjá meira