Anders Limpar líkir George Graham við Saddam Hussein Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júní 2012 23:30 George Graham. Mynd/Nordic Photos/Getty Sænski knattspyrnumaðurinn Anders Limpar vandar George Graham, fyrrum stjóra sínum hjá Arsenal, ekki kveðjurnar. Limpar segir lífið hjá Arsenal undir stjórn Skotans hafa verið líkt og í Írak undir einræði Saddam Hussein. Limpar lætur hafa þetta eftir sér í Aftonbladet og fer ófögrum orðum um Graham. Skotinn náði góðum árangri með Lundúnarfélagið þrátt fyrir að liðið væri gagnrýnt fyrir að spila grófa og varnarsinnaða knattspyrnu. „Hann var ógeðslegur. Þú gast mætt á æfingu og hann myndi kalla einn leikmann inn á skrifstofu til sín. En þetta var engin skrifstofu því allir heyrðu hvað gekk á. Svo sagði Graham: „Ég er búinn að selja þig til Leeds." Leikmaðurinn svaraði: „Ég vil ekki ganga til liðs við Leeds." Þá sagði Graham: „Þú verður að taka saman dótið þitt og fara,"" minnist Limpar um meðferð Graham á liðsfélaga sínum hjá Arsenal. „Þvílíkt svín. Ég hef aldrei séð leikmann jafn vonsvikinn. Tárin runnu niður andlit hans. Hann hafði verið hjá Arsenal frá 16 ára aldri. Ég held hann hafi örugglega verið seldur til Leeds," segir Limpar án þess að nafngreina liðsfélaga sinn. Limpar gekk til liðs við Arsenal frá ítalska félaginu Cremonese árið 1990. Hann skoraði 20 mörk í 116 leikjum þar á meðal mark frá miðju gegn Liverpool sem verður lengi í minnum haft. Árið 1994 ákvað Graham að endurnýja ekki samninginn við Svíann sem hugsar honum þegjandi þörfina. „Hann seldi mig í apríl þegar samningurinn átti að renna út í maí. Það var ekki til umræðu að framlengja samninginn. Bara bless bless," segir Limpar sem segir Graham hafa neitað sér um að vera áfram hjá Arsenal. „En ég hef unnið svo marga titla fyrir þig. Er það ekki nóg?" sagði Limpar en eftir umræður með umboðsmanni sínum á skrifstofu Graham varð ljóst að ekkert yrði úr áframhaldandi veru Limpar. „Ég hef fengið gott tilboð frá Manchester City svo þú ferð þangað," á Graham að hafa sagt við Limpar sem segist hafa áttað sig á því að hans tíma hjá Arsenal væri lokið. „Jæja, takk fyrir árin fjögur," sagði Limpar við Graham og rétti út höndina. „Þá ruggaði hann sér bara á stólnum og starði á vegginn. Eftir fjögur ár tók hann ekki einu sinni í höndina á mér," sagði Limpar sem á endanum gekk til liðs við Everton og vann enska bikarinn með liðinu 1995. Spurður hvort hann hafi hitt George Graham síðan þá segir Limpar: „Oft. Hann er eins og hann á að sér að vera, hrokafullur." Limpar var í bronsliði Svía á heimsmeistaramótinu í Bandaríkjunum árið 1994. Hann lagði skóna á hilluna árið 2001. Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Sænski knattspyrnumaðurinn Anders Limpar vandar George Graham, fyrrum stjóra sínum hjá Arsenal, ekki kveðjurnar. Limpar segir lífið hjá Arsenal undir stjórn Skotans hafa verið líkt og í Írak undir einræði Saddam Hussein. Limpar lætur hafa þetta eftir sér í Aftonbladet og fer ófögrum orðum um Graham. Skotinn náði góðum árangri með Lundúnarfélagið þrátt fyrir að liðið væri gagnrýnt fyrir að spila grófa og varnarsinnaða knattspyrnu. „Hann var ógeðslegur. Þú gast mætt á æfingu og hann myndi kalla einn leikmann inn á skrifstofu til sín. En þetta var engin skrifstofu því allir heyrðu hvað gekk á. Svo sagði Graham: „Ég er búinn að selja þig til Leeds." Leikmaðurinn svaraði: „Ég vil ekki ganga til liðs við Leeds." Þá sagði Graham: „Þú verður að taka saman dótið þitt og fara,"" minnist Limpar um meðferð Graham á liðsfélaga sínum hjá Arsenal. „Þvílíkt svín. Ég hef aldrei séð leikmann jafn vonsvikinn. Tárin runnu niður andlit hans. Hann hafði verið hjá Arsenal frá 16 ára aldri. Ég held hann hafi örugglega verið seldur til Leeds," segir Limpar án þess að nafngreina liðsfélaga sinn. Limpar gekk til liðs við Arsenal frá ítalska félaginu Cremonese árið 1990. Hann skoraði 20 mörk í 116 leikjum þar á meðal mark frá miðju gegn Liverpool sem verður lengi í minnum haft. Árið 1994 ákvað Graham að endurnýja ekki samninginn við Svíann sem hugsar honum þegjandi þörfina. „Hann seldi mig í apríl þegar samningurinn átti að renna út í maí. Það var ekki til umræðu að framlengja samninginn. Bara bless bless," segir Limpar sem segir Graham hafa neitað sér um að vera áfram hjá Arsenal. „En ég hef unnið svo marga titla fyrir þig. Er það ekki nóg?" sagði Limpar en eftir umræður með umboðsmanni sínum á skrifstofu Graham varð ljóst að ekkert yrði úr áframhaldandi veru Limpar. „Ég hef fengið gott tilboð frá Manchester City svo þú ferð þangað," á Graham að hafa sagt við Limpar sem segist hafa áttað sig á því að hans tíma hjá Arsenal væri lokið. „Jæja, takk fyrir árin fjögur," sagði Limpar við Graham og rétti út höndina. „Þá ruggaði hann sér bara á stólnum og starði á vegginn. Eftir fjögur ár tók hann ekki einu sinni í höndina á mér," sagði Limpar sem á endanum gekk til liðs við Everton og vann enska bikarinn með liðinu 1995. Spurður hvort hann hafi hitt George Graham síðan þá segir Limpar: „Oft. Hann er eins og hann á að sér að vera, hrokafullur." Limpar var í bronsliði Svía á heimsmeistaramótinu í Bandaríkjunum árið 1994. Hann lagði skóna á hilluna árið 2001.
Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira