Innlent

Alvarlega slasaður eftir flugeldaslys

Sprengiefnið var í glerkrukku þegar sprengingin varð.
Sprengiefnið var í glerkrukku þegar sprengingin varð. Vísir/Vilhelm

Sextán ára piltur slasaðist alvarlega þegar sprengiefni út skoteldum sprakk í höndunum á honum í Þorlákshöfn á tíunda tímanum í gærkvöldi. Hann var fluttur með forgangi í sjúkrabíl á Slysadeild Landspítalans og dvelur hann þar enn, en tveir félagar hans og jafnaldrar sluppu ómeiddir.

Sprengiefnið var í glerkrukku þegar sprengingin varð.

Það er næstum árlegur viðburður að unglingur slasist þegar hann  er að fikta við skotelda og brýnir lögregla fyrir foreldrum að fylgjast betur með hvað börn þeirra eru að sýsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×