Innlent

Alvarleg líkamsárás við Fiskislóð

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Lögreglan hefur haft í nógu að snúast í dag.
Lögreglan hefur haft í nógu að snúast í dag. vísir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nægu að snúast í dag og nótt. Meðal þess sem lögreglumenn hafa þurft að hafa afskipti af eru líkamsárásir, reiðhjólaóhöpp, innbrot og eignaspjöll.

Í morgun var tilkynnt um líkamsárás í húsi við Fiskislóð og reyndist hún nokkuð alvarleg. Einn var fluttur á slysadeild en árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Skýrslutöku yfir honum var frestað sökum vímu.

Skömmu fyrir tíu varð umferðaróhapp við Gnoðavog þegar reiðhjólamaður hjólaði inn í hóp af reiðhjólamönnum. Engin alvarleg slys urðu á fólki en til stimpinga kom á milli aðila. Í ljós kom að sá sem hjólaði inn í hópinn var líklega undir áhrifum fíkniefna.

Talsvert var um eignaspjöll en tilkynnt var um brotnar rúður í bílum við Síðumúla og Leirubakka auk brotinna rúða í húsum við Drafnarfell , Eddufell og Þórufell. Fjórir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða lyfja. Að auki áttu sér stað innbrot í íbúðir og verslun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×