Enski boltinn

Alonso: Tíminn minn hjá Liverpool gerði mig að manni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Xabi Alonso með félögum sínum í Evrópumeistaraliði Liverpool 2005.
Xabi Alonso með félögum sínum í Evrópumeistaraliði Liverpool 2005. Vísir/Getty
Xabi Alonso, leikmaður Bayern Munchen, segir að það hafi aðeins tekið hann eitt tímabil til að átta sig á því hversu einstakt félag Liverpool er. Hann tilkynnti í vikunni að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið, en þessi 35 ára leikmaður hefur átt einstakan feril.

Alonso lék fimm tímabil með Liverpool og vann enska bikarinn með félaginu, sem og Meistaradeild Evrópu árið 2005.

„Tíminn minn á Englandi var frábær fyrir mig persónulega. Ég var aðeins 22 ára þegar ég fór þangað og var að upplifa það í fyrsta skipti að búa einn,“ sagði Alonso á blaðamannafundi.

„Fram að því hafði ég búið með foreldrum mínum og ég þekkti alla sem bjuggu í hverfinu og í kringum mig. Ég fullorðnaðist mikið um leið og ég kom til Liverpool og það tók mig aðeins eitt tímabil að átta mig á því hversu stór klúbbur þetta er. Félag með ótrúlega sögu.“ Hann vonast til að fá tækifæri til að spila aftur til úrslita í Meistaradeildinni á þessu tímabili.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×