Alonso: Áreksturinn var kappakstursóhapp

 
Formúla 1
23:00 20. MARS 2016
Alonso horfir á afleiđingar árekstursins.
Alonso horfir á afleiđingar árekstursins. VÍSIR/GETTY
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

Fernando Alonso segir að áreksturinn við Esteban Gutierrez í morgun hafi verið kappakstursóhapp.

Alonso lenti aftan á Gutierrez með þeim afleiðngum að þeir enduðu utan brautar. Alonso skautaði á hlið ofan í malargryfju sem snéri honum vær veltur.

Sjá einnig: Sjáðu rosalegan árekstur Alonso og Gutierrez

„Ég er þakklátur fyrir að vera á lífi og að ekkert alvarlegt hafi hent. Þetta var mikið högg. Það var röð atburða sem skapaði áreksturinn,“ sagði Alonso.


Bíll Alonso er gjörónýtur.
Bíll Alonso er gjörónýtur. VÍSIR/GETTY

„Ég man eftir að hafa verið í bílnum, skoppandi um. Ég sá himininn og svo jörðina og svo himininn aftur. Þetta var kappakstursóhapp og ég er mjög glaður að við erum báðir heilir, það skiptir mestu,“ bætti Alonso við.

„Fljótlega eftir að ég stöðvaðist fóru hugsanir mínar að snúast um mögulega töpuð stig og vonbrigðin að hafa misst af tækifærinu til að ná í stig í fyrstu keppni tímabilsins, við töpuðum líklega vélinni líka því bíllinn er alveg ónýtur,“ sagði Alonso að lokum.

Ætla má að Alonso verði aumur á morgun og næstu daga eftir atvik dagsins.

Dómarar keppninnar tóku atvikið til skoðunar en ákváðu að aðhafast ekkert frekar.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir glæstan feril Alonso í Formúlu 1.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Formúla 1 / Alonso: Áreksturinn var kappakstursóhapp
Fara efst