Formúla 1

Sjáðu rosalegan árekstur Alonso og Gutierrez

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fernandi Alonso og Esteban Gutierrez lentu í rosalegum árekstri í Formúlu 1 kappakstrinum í Ástralíu í nótt.

Þetta gerðist á hring númer átján þegar Alonso ætlaði að smeygja sér fram úr Gutierrez í einni beygjunni sem endaði með því að Alonso kastaðist marga, marga hringi.

Sjá einnig:Nico Rosberg vann í Ástralíu

„Þetta var hræðilegur tímapunktur, hræðilegur árekstur. Þú sást skýin, jörðina, skýrin og þú vildir bara stöðva," sagði Alonso í samtali við fjölmiðla eftir áreksturinn.

„Ég sá að það var lítið svæði til þess að fara út og ég var snöggur út. Mamma mín mun horfa á þetta í sjónvarpinu svo ég vildi vera snöggur út og segja að það væri í lagi með mig."

Sjá einnig:Lauda: Þetta er það sem við viljum sjá, hörð keppni!

„Ég er þakklátur fyrir að standa hér, sérstaklega til FIA (alþjóða formúlu sambandið) og öryggisliðsins. Ég er líklega hérna á lífi vegna þeirra," sagði Alonso, en óvíst er hversu meiddur hann er eftir atvikið.

Áreksturinn hræðilega má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×