Viðskipti innlent

Almennir kröfuhafar hafa fengið 73% af kröfum

Þrotabú Kaupþings Singer & Friedlander hefur greitt um 73% af 4,6 milljarða sterlingspunda kröfum til almennra kröfuhafa, nú þegar liðlega þrjú og hálft ár eru liðin frá því að íslenska bankakerfið hrundi. Upphæðin nemur um 930 milljörðum króna.

Financial Times segir að einstakir innstæðueigendur hafi verið tryggðir vegna hruns Kaupþings Singer & Friedlander en nokkrar sveitastjórnir og góðgerðarfélög hafi óttast að tapa innstæðum sínum. Ernst & Young, sem eru skiptastjórar þrotabús bankans, hafi hins vegar sagt á föstudaginn að þeir hefðu greitt 3,36 milljarða sterlingspunda af þeim 4,6 milljörðum sem ótryggðir lánadrottnar hefðu átt hjá bankanum. Þetta jafngildi um 73% af kröfunum.

Skiptastjórarrnir búast við því að greiðslum úr þrotabúinu verði lokið í lok næsta árs, en þá hafi lánadrottnar fengið greiddar á milli 79-86% af kröfum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×