Almenningur hafnar verðtryggingunni Magnús Halldórsson skrifar 8. október 2012 23:23 Nýjar tölur um lán til íbúðakaupa sýna að almenningur hefur hafnað verðtryggingunni nær algjörlega, því langstærstur hluti þeirra er óverðtryggður. Forstjóri Íbúðalánasjóðs segist vonast til þess að sjóðurinn geti byrjað að veita óverðtryggð lán í lok árs. Mikil breyting hefur orðið á fasteignamarkaði hér á landi undanfarin misseri. Um 86% af nýjum lánum inn á íbúðamarkað eru nú óverðtryggð. Íbúðalánasjóður hefur til þessa einungis veitt verðtryggð lán en er nú með á teikniborðinu breytingu í þá veru að byrja að veita óverðtryggð lán. Vinna hefur staðið yfir hjá Íbúðalánasjóði undanfarna mánuði, sem miðar að því bjóða upp á óverðtryggð lán. Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segist vonast til þess að fólki mun standa til boða að taka óverðtryggð lán hjá sjóðnum, fyrir lok árs. „Eins og staðan er í dag gerum við enn þá ráð fyrir því að þetta verði á þessu ári. Við erum með þessa lánavöru í umsögn hjá eftirlitsaðilum núna. Svo er bara vonandi að fara í loftið með þetta," segir Sigurður. Lántakendur þurfa að huga vel að því hvaða lánaform hentar þeim best, þegar íbúðarkaup eru annars vegar. Til skýringar á mismuninum á óverðtryggum og verðtryggðum lánum, má hugsa sér lántaka sem er að taka lán upp á 20 milljónir til 25 ára. Greiðslubyrðin á óverðtryggða láninu er þung í upphafi, eða 138 þúsund krónur, á meðan greiðslubyrðin á verðtryggða láninu er 103 þúsund. Með tímanum ætti óverðtryggða lánið að lækka, en greiðslubyrðin sveiflast þó með vaxtastiginu, og getur breyst hratt ef vaxtastigið hækkar. Greiðslubyrðin á verðtryggða láninu hækkar smám saman með tímanum, en það hangir þó saman við verðbólguþróun, á hverjum tíma. Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Sjá meira
Nýjar tölur um lán til íbúðakaupa sýna að almenningur hefur hafnað verðtryggingunni nær algjörlega, því langstærstur hluti þeirra er óverðtryggður. Forstjóri Íbúðalánasjóðs segist vonast til þess að sjóðurinn geti byrjað að veita óverðtryggð lán í lok árs. Mikil breyting hefur orðið á fasteignamarkaði hér á landi undanfarin misseri. Um 86% af nýjum lánum inn á íbúðamarkað eru nú óverðtryggð. Íbúðalánasjóður hefur til þessa einungis veitt verðtryggð lán en er nú með á teikniborðinu breytingu í þá veru að byrja að veita óverðtryggð lán. Vinna hefur staðið yfir hjá Íbúðalánasjóði undanfarna mánuði, sem miðar að því bjóða upp á óverðtryggð lán. Sigurður Erlingsson, forstjóri Íbúðalánasjóðs, segist vonast til þess að fólki mun standa til boða að taka óverðtryggð lán hjá sjóðnum, fyrir lok árs. „Eins og staðan er í dag gerum við enn þá ráð fyrir því að þetta verði á þessu ári. Við erum með þessa lánavöru í umsögn hjá eftirlitsaðilum núna. Svo er bara vonandi að fara í loftið með þetta," segir Sigurður. Lántakendur þurfa að huga vel að því hvaða lánaform hentar þeim best, þegar íbúðarkaup eru annars vegar. Til skýringar á mismuninum á óverðtryggum og verðtryggðum lánum, má hugsa sér lántaka sem er að taka lán upp á 20 milljónir til 25 ára. Greiðslubyrðin á óverðtryggða láninu er þung í upphafi, eða 138 þúsund krónur, á meðan greiðslubyrðin á verðtryggða láninu er 103 þúsund. Með tímanum ætti óverðtryggða lánið að lækka, en greiðslubyrðin sveiflast þó með vaxtastiginu, og getur breyst hratt ef vaxtastigið hækkar. Greiðslubyrðin á verðtryggða láninu hækkar smám saman með tímanum, en það hangir þó saman við verðbólguþróun, á hverjum tíma.
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun