Almenn miđasala opin á EM í Frakklandi

 
Fótbolti
11:56 18. JANÚAR 2016
Almenn miđasala opin á EM í Frakklandi
VÍSIR/GETTY

Knattspyrnusamband Evrópu hefur opnað fyrir almenna miðasölu á EM en miðasölu stuðningsmanna lauk nú í hádeginu. Þessi hluta miðasölunnar verður opin til 1. febrúar.

Þar til í dag var hægt fyrir stuðningsmenn hvers liðs að kaupa miða á ákveðna leiki. Að henni lokinni var opnað um leið fyrir miðasölu á alla leiki keppninnar fyrir almenning.

Síðastliðið sumar bárust Knattspyrnusambandi Evrópu ellefu milljónir umsóknir um eina milljón miða sem þá var til sölu og má því búast við því að aðsóknin í miða nú verði mikil.

Líklegt er að það verður einn miðasölugluggi í viðbót síðar í vetur þar sem síðustu miðarnir á mótið verða seldir.

Mótið í Frakklandi hefst 10. júní og lýkur mánuði síðar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Almenn miđasala opin á EM í Frakklandi
Fara efst