Íslenski boltinn

Almarr tryggði Fram sigur á Keflavík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Halldór Hermann skoraði í kvöld.
Halldór Hermann skoraði í kvöld.

Framarar endurheimtu fimmta sætið í Pepsi-deild karla eftir 2-1 sigur á Keflavík í lokaleik 19. umferðar á Laugardalsvellinum í kvöld. Almarr Ormarsson tryggði Fram sigurinn með marki þrettán mínútum fyrir leikslok.

Almarr Ormarsson skoraði sigurmark Fram með laglegu skoti á 77. mínútu en hann fékk þá nægan tíma eftir að hafa fengið sendingu frá varamanninum Hlyni Atla Magnússyni.

Þetta var þriðji sigur Fram í röð en með þessum þremur stigum komst liðið aftur upp fyrir Valsmenn og í 5. sætið. Keflvíkingar sitja hinsvegar í áttunda sæti eftir fjórða tap sitt í síðustu fimm leikjum en þeir hafa aðeins unnið 2 af síðustu 14 leikjum sínum í deildinni.

Halldór Hermann Jónsson kom Fram í 1-0 á 36. mínútu en Keflvíkinga jöfnuðu rétt fyrir hálfleik þegar Jón Guðna Fjólusyni varð það á að skora sjálfsmark.

Framliðið var betra liðið í leiknum og skapaði sér mun fleiri hættulegri færi en Keflavíkurliðið lá aftarlega og treysti á skyndisóknirnar.

Fram - Keflavík 2-1



Laugardalsvöllur

Áhorfendur: Ekki uppgefið

Dómari: Þóroddur Hjaltalín (7)

Mörkin:

1-0 Halldór Hermann Jónsson (36.)

1-1 Sjálfsmark (Jón Guðni Fjóluson, Fram) (44.)

2-1 Almarr Ormarsson (77.)

Tölfræðin:

Skot (á mark): 18-10 (11-7)

Varin skot:  Hannes 4 - Ómar 8

Horn: 6-3

Aukaspyrnur fengnar: 11-8

Rangstæður: 3-1

Fram: (4-5-1)

Hannes Þór Halldórsson 6

Daði Guðmundsson 6

Kristján Hauksson 7

Jón Guðni Fjóluson 7

Sam Tillen 6

Halldór Hermann Jónsson 7

Jón Gunnar Eysteinsson 6

Tómas Leifsson 6

(89., Jón Orri Ólafsson -)

Almarr Ormarsson 7 - maður leiksins

Joseph Tillen 5

(73., Hlynur Atli Magnússon -)

Ívar Björnsson 6

Keflavík (4-5-1)

Ómar Jóhannsson 6

Guðjón Árni Antoníusson 6

Haraldur Freyr Guðmundsson 5

Alen Sutej 5

Brynjar Guðmundsson 3

(83., Arnór Ingvi Traustason -)

Hólmar Örn Rúnarsson 6

Andri Steinn Birgisson 5

(83., Bojan Stefán Ljubicic -)

Magnús Sverrir Þorsteinsson 3

Guðmundur Steinarsson 4

Hörður Sveinsson 3

Haukur Ingi Guðnason 5

(70., Magnús Þórir Matthíasson    3)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×