Alltaf einhverjir sem hunsa tilmŠli l÷greglu

 
Innlent
12:58 13. FEBR┌AR 2016

Lögreglan á Suðurlandi hefur staðið vaktina í Reynisfjöru frá því á fimmtudag en í vikunni lést kínverskur ferðamaður í fjörunni eftir að alda reif hann út á sjó. Töluverður straumur ferðamanna hefur verið á svæðinu og Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn segir vaktina almennt hafa gengið vel.

„Fólk hefur í langflestum tilvikum farið að tilmælum lögreglumanna og hlustað á þessa forvörn okkar sem við höfum verið að koma til fólksins og benda því á hversu slæmt ástandið getur orðið og bara benda fólki á að fara varlega,“ segir Sveinn.

Og eru einhverjir sem hunsa þessi tilmæli?

„Já, það eru alltaf einhverjir sem fara sínar leiðir og hunsa það sem við segjum en langflestir fara eftir því sem við segjum.“

Sveinn segir allan gang vera á því hvort fólk geri sér almennilega grein fyrir þeirri hættu sem leynist í Reynisfjöru.

„Margir hafa kynnt sér þetta og vita af henni en margir þekkja bara þessa suðurhafsstrauma og ljúfar strendur á Spáni.“

Lögreglan gerir ráð fyrir að vaktin standi yfir næstu tvær vikurnar en Sveinn segir ljóst að gera þurfi mun betur til að hafa öryggismál í lagi.


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / FrÚttir / Innlent / Alltaf einhverjir sem hunsa tilmŠli l÷greglu
Fara efst