Lífið

Alltaf að lenda í einhverjum ævintýrum

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
„Svo er líka gaman að hún er bæði teiknimynd og svona venjuleg mynd líka,“ segir Fanney um myndina um Svamp.
„Svo er líka gaman að hún er bæði teiknimynd og svona venjuleg mynd líka,“ segir Fanney um myndina um Svamp. Vísir/Valli
Hvernig gaur er Svampur Sveinsson? „Hann er alveg eins og svona gulur svampur. Hann er mjög skemmtilegur en samt pínu ruglaður. Hann er alltaf að lenda í einhverjum ævintýrum.“



Vissir þú mikið um hann áður en þú fórst á myndina? „Nei, ég vissi ekkert mikið um hann. Var samt búin að sjá nokkra þætti í sjónvarpinu.“



 Á Svampur vini?„Já, hann á vin sem heitir Pétur og svo eru Harpa og Klemmi líka vinir hans.“



Á hann einhverja óvini? „Já, Paddi er óvinur hans og svo sjóræninginn.“



Hvaða persóna finnst þér skemmtilegust í myndinni og af hverju? „Mér finnst Svampur skemmtilegastur. Hann er líka svo fyndinn og alltaf að lenda í einhverju.“

En hvaða persóna er leiðinlegust og af hverju? „Mér finnst Paddi leiðinlegastur.“



Finnst þér myndin spennandi? „Já, mér finnst hún mjög spennandi og skemmtileg. Það er alltaf svo mikið að gerast og svo er líka gaman að hún er bæði teiknimynd og bara svona venjuleg mynd líka.“

Er eitthvað hægt að læra af myndinni um Svamp Sveinsson? „Allir í Bikiníbotnum, þar sem Svampur á heima, eiga bara að vera vinir og halda áfram að búa til góða hamborgara á Klemmabita.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×