Innlent

Allsherjarnefnd skoðar upptalningar í lögum vegna mismununar

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Unnur Brá Konráðsdóttir er formaður allsherjarnefndar Alþingis
Unnur Brá Konráðsdóttir er formaður allsherjarnefndar Alþingis mynd/GVA
„Það er umhugsunarefni hvort það eigi að vera upptalningar í lögunum eða hvort almennt eigi það að vera þannig að ekki sé heimilt að mismuna fólki ,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar Alþingis, um þá umræðu sem upp hefur komið vegna breytinga á hegningarlögum.

Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu segir breytinguna um hatursáróður gegn transfólki ógna tjáningarfrelsi

Um er að ræða viðbót við ákvæði 180 greinar hegningarlaga þar sem nú segir að að bannað sé að að neita manni um vörur eða þjónustu til jafns við aðra á grundvelli þjóðernis hans, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar. Við ákveðið stendur til að bæta við að jafnframt verið bannað að mismuna fólki á grunvelli kynvitundar.

Jafnframt stendur til að bæta við ákvæði í hegningarlögin þar sem meðal annar verður bannað að hæðast að og bera róg um fólk á sama grundvelli.

Unnur Brá segir að það sé líklega orðið tímabært að taka umræðuna um það hvort rétt sé að telja þá upp í lögunum, sem bannað er að mismuna. Það hafi verið gert hingað til en Allsherjarnefnd muni eflaust taka það til skoðunar að hætta slíkri upptalningu.

Hún bendir á að málið sé enn í umsagnarferli og þau taki allar ábendingar um frumvarpið til skoðunar. Hægt er að koma inn athugasemdum vegna frumvarpsins á veg Alþingis þar til 21. nóvember næstkomandi.

Í athugasemdum við frumvarpið um breytingar á hegningarlögum segir að markmiðið sé að veita einstaklingum með kynáttunarvanda refsivernd til samræmis við aðra hópa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×