Innlent

Allir vilja launin í evrum

Hilmar Veigar Pétursson. Allir starfsmenn CCP hafa valið að fá laun sín í evrum þótt einhverjir hafi valið að fá helminginn í íslenskum krónum.
fréttablaðið/gva
Hilmar Veigar Pétursson. Allir starfsmenn CCP hafa valið að fá laun sín í evrum þótt einhverjir hafi valið að fá helminginn í íslenskum krónum. fréttablaðið/gva

 Allir starfsmenn CCP á Íslandi fá nú greitt í evrum. „Við tilkynntum í október síðastliðnum að starfsmönnum stæði þetta til boða frá og með 1. janúar,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP. „Þá ákváðu flestir að nýta sér það og nú í apríl er þannig komið að við greiðum öllum í evrum en lítill hluti hefur valið að fá helming launa sinna í krónum.“

Laununum er umbreytt á genginu 124 og segir hann þetta þýða að samkvæmt þessu samkomulagi fái starfsmennirnir nú meira en ef greitt væri í krónum. „Við erum með marga sérfræðinga í vinnu, bæði innlenda og erlenda og við lítum svo á að það sé ekki réttlætanlegt annað en borga þeim laun sem eru samkeppnishæf á alþjóðavísu,“ segir Hilmar.

Snorri Þorkelsson, fjármálastjóri Marels. Hann segir að samkomulag fyrirtækisins við sína starfsmenn um að fá 40 prósent launanna greitt í evrum hafi verið til reynslu frá febrúar 2008. „Það voru mjög fáir sem nýttu sér þetta í upphafi en svo kom nokkur holskefla þegar allt fór á annan endann,“ segir Snorri.

Miðað var við gengið fyrsta dag mánaðar þegar samkomulagið tók gildi og þar sem margir gerðu það þegar krónan var lágt skráð urðu margir fyrir tapi þegar hún styrktist á ný. „Það var því ákveðið að hætta þessu nú í febrúar,“ segir Snorri. - jse



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×