Enski boltinn

Allir verða að segja sína skoðun á liðsfundum Van Gaal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie með knattspyrnustjóranum Louis van Gaal og fyrirliðanum Wayne Rooney.
Robin van Persie með knattspyrnustjóranum Louis van Gaal og fyrirliðanum Wayne Rooney. Vísir/Getty
Robin van Persie, hollenski framherjinn hjá Manchester United, er fullviss um það að vinnuaðferðir Louis van Gaal muni skila sér og það sé raunhæft fyrir United-liðið að ná fjórða sætinu á þessu tímabili.

„Við erum allir að vinna saman að þessu verkefni og það hjálpar vissulega til að vinna 4-0 sigra á QPR. Við stigum skref aftur á bak í tapinu á móti Leicester en með því að vinna við erfiðar aðstæður eins og um síðustu helgi þá sýnir það að við getum líka unnið erfiðu leikina. Nú verðum við bara á byggja á því," sagði Robin van Persie við Sky Sports.

Van Persie gaf líka aðeins upp um starfshætti hollenska knattspyrnustjórans Louis van Gaal þegar hann kallar liðið saman á liðsfund.  

„Hann vill að allir segi sína skoðun á þessum fundum. Þú þarft að leggja eitthvað fram á fundunum og þjálfarateymið er ánægt með það. Þetta er svolítið hollenskt," segir Van Persie.

„Þetta er nýtt fyrir marga leikmenn liðsins en ekki fyrir mig því ég veit hvernig hann starfar," sagði Van Persie.

„Við erum að bæta okkur á hverjum degi og liðið er alltaf að verða betra. Sumir æfingarnar eru alveg magnaðar og við erum farnir að sýnamargt gott í leikjunum líka. Við verðum að ná einu af efstu fjórum sætunum og það er raunhæft markmið," sagði Van Persie.

„Við erum með frábæran stjóra, frábært starfslið og frábæra stuðningsmenn. Það er því erfitt að vera ekki í Meistaradeildinni en hér er allt til alls svo við getum farið að keppa við allra bestu liðin á ný. Ég veit að við getum og munum komast þangað fljótt aftur," sagði Van Persie.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×