Innlent

Algengt að Íslendingar ræði ekki kynlíf við maka

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Ragnheiður Haralds- og Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur hefur frá því seint á síðustu öld skrifað um kynlíf í fjölmiðlum ásamt því að svara áleitnum spurningum frá lesendum. Nú nýverið gaf Ragnheiður út bókina Kynlíf, já takk - sem byggir að stórum hluta á bréfum sem henni hefur borist á undanförnum árum.

„Ég held að við Íslendingar séum frekar opin, ekki plöguð af pólitík eða trúarbrögðum, en hinsvegar er samfélagið svo lítið að við erum kannski pínulítið feimin þess vegna,“ segir Ragnheiður. Hún segir það algengt meðal Íslendinga að þeir ræði ekki kynlíf, til dæmis við maka.

„Fólk er svo rosalega hrætt við höfnun,“ segir hún. „Þannig að þetta snýst oft um höfnunarótta og sjálfsmynd en með svona pínu hjálpartól á náttborðinu eins og bókina, þá er kannski hægt að opna fyrir einhvers konar samskipti.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×