FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 08:00

LeBron: Ekki dirfast ađ tala um börnin mín

SPORT

Alfređ vann kapphlaupiđ um Nilsson

 
Handbolti
11:05 19. JANÚAR 2016
Lukas Nilsson í leiknum gegn Ţýskalandi í gćr.
Lukas Nilsson í leiknum gegn Ţýskalandi í gćr. VÍSIR/AFP

Alfreð Gíslason hefur klófest hina stórefnilegu skyttu Lukas Nilsson en mikið kapphlaup hefur verið á milli stærstu félaga Evrópu um sænska landsliðsmanninn, sem er aðeins nítján ára.

Nilsson skrifaði undir þriggja ára samning við Kiel og mun ganga til liðs við félagið nú í sumar. Nilsson er rétthent skytta, rétt eins og Aron Pálmarsson sem fór frá Kiel til Veszprem fyrir núverandi tímabil.

„Lukas er með einstaka hæfileika. Hann er marksækinn og með góðan leikskilning þrátt fyrir ungan aldur. Hann er mjög öruggur í vörninni,“ sagði Alfreð í viðtali á heimasíðu Kiel. „Ég er afar ánægður að Lukas sjái framtíð sína í Kiel.“

„Öll bestu lið Evrópu voru með nafn hans á blaði hjá sér. Við lögðum okkur mikið fram til að fá hann til að geta aukið breiddina í leikmannahópi okkar,“ sagði Thorsten Storm, framkvæmdastjóri félagsins.

Nilsson er 1,92 m á hæð og fæddur árið 1996. Hann leikur með Ystad í heimalandinu og spilaði sinn fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni sautján ára. Hann er nú markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar og spilaði sinn fyrsta landsleik í nóvember.

Hann er í stóru hlutverki með sænska landsliðinu á EM í handbolta og tók til að mynda lokaskotið í leik Svía og Þjóðverja í gær. Það fór yfir markið og Þjóðverjar fögnuðu eins marks sigri.

Fjölmargir af bestu handknattleiksmönnum Svía hafa spilað með Kiel í gegnum tíðina. Meðal þeirra má nefna Magnus Wislander, Marcus Ahlm, Kim Andersson og Stefan Lövgren.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Alfređ vann kapphlaupiđ um Nilsson
Fara efst