Handbolti

Alfreð og Kiel niðurlægðir gegn Flensburg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alfreð Gíslason og félagar áttu ekki góðan dag.
Alfreð Gíslason og félagar áttu ekki góðan dag. vísir/getty
Flensburg gjörsigraði Kiel, 37-27, í Meistaradeild Evrópu í kvöld en leikurinn fór fram í Flensburg.

Heimamenn höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn og lærisveinar Alfreðs Gíslasonar réðu bara alls ekki við hraðan hjá leikmönnum Flensburg.

Staðan í hálfleik var 17-15 og leikurinn galopinn. Í þeim síðari keyrðu heimamenn upp hraðan og léku sér í raun að Kiel. Rasmus Lauge var frábær í liði Flensburg og skoraði níu mörk. Hann var einmitt á mála áður hjá Kiel.

Í síðari hálfleik náði Flensburg mest ellefu marka forskoti, 36-25, og niðurlægðu hreinlega lið Kiel. Leiknum með með auðveldum sigri Flensburg, 37-27.

Flensburg er nú í efsta sæti riðilsins með 18 stig, jafnmörg stig og PSG. Kiel er í fjórða sætinu með 11 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×