Alfređ nćldi í línumann úr ţrotabúi Hamburg

 
Handbolti
20:15 12. JANÚAR 2016
Brozovic í leik međ Hamburg.
Brozovic í leik međ Hamburg. VÍSIR/GETTY

Tveir línumenn hjá meistaraliði Kiel, sem Alfreð Gíslason þjálfar, hafa meiðst í vetur og Alfreð hefur nú brugðist við því.

Kiel er búið að semja við króatíska landsliðsmanninn Ilija Brozovic og kemur hann frá Hamburg sem hefur ekki greitt mönnum laun í þrjá mánuði.

Brozovic er því laus allra mála og kemur strax til Kiel. Hann er búinn að skrifa undir samning fram á sumarið 2017.

Bæði Rene Toft Hansen og Patrick Wiencek eru meiddir hjá Kiel og því ekki vanþörf á nýjum línumanni.

Brozovic, sem er 24 ára, er þess utan löglegur í Meistaradeildinni með Kiel


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Alfređ nćldi í línumann úr ţrotabúi Hamburg
Fara efst