FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER NÝJAST 15:28

Segja upp leigusamningi Hringrásar

FRÉTTIR

Alfređ nćldi í línumann úr ţrotabúi Hamburg

 
Handbolti
20:15 12. JANÚAR 2016
Brozovic í leik međ Hamburg.
Brozovic í leik međ Hamburg. VÍSIR/GETTY

Tveir línumenn hjá meistaraliði Kiel, sem Alfreð Gíslason þjálfar, hafa meiðst í vetur og Alfreð hefur nú brugðist við því.

Kiel er búið að semja við króatíska landsliðsmanninn Ilija Brozovic og kemur hann frá Hamburg sem hefur ekki greitt mönnum laun í þrjá mánuði.

Brozovic er því laus allra mála og kemur strax til Kiel. Hann er búinn að skrifa undir samning fram á sumarið 2017.

Bæði Rene Toft Hansen og Patrick Wiencek eru meiddir hjá Kiel og því ekki vanþörf á nýjum línumanni.

Brozovic, sem er 24 ára, er þess utan löglegur í Meistaradeildinni með Kiel


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Alfređ nćldi í línumann úr ţrotabúi Hamburg
Fara efst