Fótbolti

Alfreð: Ég gerði ekkert rangt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason náði heldur betur að kveikja í stuðningsmönnum tyrkneska landsliðsins áður en hann hélt til Tyrklands.

Hann birti mynd á Twitter af auglýsingabíl þar sem stóð að Hollendingar stæðu með Íslendingum. Þeir þurfa á því að halda að Ísland leggi Tyrki. Alfreð skrifaði á Twitter að vinir hans í Hollandi þyrftu ekki að hafa neinar áhyggjur.

Þessi færsla hans skilaði sér til Tyrklands og Tyrkirnir létu Alfreð heldur betur heyra það á Twitter.

„Mér finnst ég ekki hafa gert neitt rangt. Ég setti inn eina saklausa mynd og smá skilaboð til Hollendinga. Ég er mjög rólegur yfir þessu," sagði Alfreð slakur í Tyrklandi í dag en vill hann hjálpa Hollendingum?

„Mig langar bara að vinna þennan leik eins og alla aðra leiki. Ef það leiðir til þess að við hjálpum Hollendingum þá langar mig til þess."

Sjá einnig: Alfreð fær hótanir á Twitter

Alfreð á alveg örugglega eftir að fá kaldar kveðjur úr stúkunni frá blóðheitum Tyrkjum sem eru vanir því að skapa frábæra stemningu.

„Mér líst mjög vel á þetta verkefni. Þetta er gott tækifæri fyrir okkur að slípa saman liðið fyrir EM og við erum staðráðnir í því að vinna þennan leik. Við viljum rífa okkur upp eftir síðasta leik og viljum kveðja keppnina almennilega."

Alfreð vonast til þess að vera aftur í byrjunarliðinu en tekur samt því hlutverki sem hann fær.

„Ég er í þessu til að spila en ég geri það og tek því hlutverki sem mér verður falið."


Tengdar fréttir

Litla Ísland er haldreipi hollensku stjarnanna

Íslensku landsliðsstrákarnir þurfa bara að treysta á sig sjálfa í baráttunni um toppsæti A-riðils undankeppni EM 2016 þrátt fyrir að hafa misst Lettaleikinn niður í jafntefli um helgina. Íslenska liðið var ósigrað á Laugardalsvelli í undankeppninni sem hefur ekki gerst áður.

Gylfi bætti eitt met Eiðs Smára og jafnaði annað

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt sjötta mark í undankeppni EM í jafnteflinu á móti Lettlandi um helgina og tryggði sér með því tvö met í markaskorun fyrir íslenska landsliðið í undankeppnum stórmóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×