MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR NÝJAST 16:00

Drakk fyrsta kaffibollann 7 ára

LÍFIĐ

Alexis Sanchez: Ţađ vantar meiri trú í Arsenal-liđiđ

 
Enski boltinn
18:00 03. MARS 2016
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez. VÍSIR/GETTY

Sílemaðurinn Alexis Sanchez segir að skortur á trú á sig sjálfa geti komið í veg fyrir að leikmenn Arsenal vinni ensku úrvalsdeildina á þessu tímabili.

Arsenal tapaði 2-1 á heimavelli á móti Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í ensku úrvalsdeildinni í gær og hefur þar með tapað tveimur deildarleikjum á nokkrum dögum. Liðið tapaði 3-2 á móti Manchester United um síðustu helgi.

Arsenal hefur aðeins unnið 2 af síðustu 8 deildarleikjum sínum en annar sigurinn var á móti toppliði Leicester City sem Arsenal hefur unnið tvisvar á leiktíðinni.

Alexis Sanchez skaut tvisvar í markramman í leiknum á móti Swansea en hann hefur ekki skorað í deildinni síðan á móti Watford 17. október síðastliðinn.

„Okkur skortir trú á því að við getum orðið enskir meistarar," sagði Alexis Sanchez við Directv.

„Ég tel að við getum unnið ensku deildina með þessum leikmönnum en að því sögðu þá vantar ákveðið hungur í leikmenn. Við þurfum að koma inn á völlinn með sama hugarfar og við værum 1-0 yfir," sagði Alexis Sanchez.

„Ég man eftir leik á móti Manchester United á síðasta ári. Strákarnir litu þá út eins og menn sem ætluðu sér að vinna titil. Við gengum frá þeim á fyrstu tuttugu mínútunum og komust í 3-0. Við vorum hungraðir og fullir sjálfstraust þann daginn," sagði Alexis Sanchez.

Alexis Sanchez varð einu sinni spænskur meistari með Barcelona (2013) og hann vann enska bikarinn á sínu fyrsta tímabili með Arsenal.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Alexis Sanchez: Ţađ vantar meiri trú í Arsenal-liđiđ
Fara efst