Alexander stoppađi Norđmenn níu sinnum

 
Handbolti
08:00 16. JANÚAR 2016
Alexander Petersson fagnar sigri í gćrkvöldi.
Alexander Petersson fagnar sigri í gćrkvöldi. VÍSIR/VALLI

Alexander Petersson átti flottan leik í vörn íslenska liðsins í sigrinum á Noregi í fyrsta leik liðsins á EM í Póllandi.

Alexander var sá leikmaður í íslenska liðinu sem náði flestum löglegum stoppum í Noregsleiknum eða 9 talsins.

Lögleg stopp eru meðal þess sem er tekið saman í handboltatölfræðinni hjá Hbstatz.is sem er nýtt tölfræðiforrit í íslenskum handbolta.

Hbstatz.is tekur saman tölfræði íslenska liðsins á Evrópumótinu og Vísir hefur fengið leyfi til að sækja upplýsingar í tölfræðikerfið en það kemur með nýja vídd í handboltatölfræði á Íslandi.

Löglegt stopp er þegar leikmaður fær á sig aukakast en sleppur við spjald eða að það sé dæmt á hann víti.  

Guðmundur Hólmar Helgason kom næstur Alexander með 6 stopp og þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Bjarki Már Gunnarsson náðu 4 stoppum hvor.

Lögleg stopp hjá íslenska liðinu í sigrinum á Noregi:
Alexander Petersson 9
Guðmundur Hólmar Helgason 6
Ásgeir Örn Hallgrímsson 4
Bjarki Már Gunnarsson 4
Arnór Atlason 2
Vignir Svavarsson 2
Aron Pálmarsson 1
Arnór Þór Gunnarsson 1


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Alexander stoppađi Norđmenn níu sinnum
Fara efst