Sport

Aldo: Conor er enginn íþróttamaður

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það væru margir til í að sjá Aldo og Conor dansa á nýjan leik.
Það væru margir til í að sjá Aldo og Conor dansa á nýjan leik. vísir/getty
Brasilíumaðurinn Jose Aldo nýtir hvert tækifæri til þess að sparka í Conor McGregor.

Eins og heiminum ætti að vera kunnugt um þá mun Conor McGregor ekki berjast á UFC 200 þar sem hann neitaði að taka þátt í kynningarstarfi.

Aldo mun aftur á móti berjast þetta kvöld gegn Frankie Edgar. Sigurvegarinn fær svo að mæta Conor í titilbardaga í fjaðurvigtinni.

Aldo fannst það ekki merkileg framkoma hjá McGregor að mæta ekki til Las Vegas og taka þátt í kynningarstarfinu.

„Það sannar bara hversu veikur hann er. Ég sé hann ekki sem íþróttamann og ber enga virðingu fyrir honum. Mitt álit er að hann sé miklu veikari en hann heldur fram,“ sagði Aldo.

Stór orð frá manni sem McGregor rotaði á stuttum 13 sekúndum.

MMA

Tengdar fréttir

Dana hótar að taka beltið af Conor

Þó svo forseti UFC, Dana White, hafi opnað hurðina fyrir endurkomu Conor McGregor á UFC 200 í gær þá mun hann grípa til aðgerða ef Conor þiggur ekki boð hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×