Erlent

Al-Shabaab réðust á herstöð Afríkubandalagsins

Samúel Karl Ólason skrifar
Hermenn Afríkubandalagsins hafa barist gegn Al-Shabaab í Sómalíu um nokkurt skeið.
Hermenn Afríkubandalagsins hafa barist gegn Al-Shabaab í Sómalíu um nokkurt skeið. Vísir/AFP
Vígamenn Al-Shabaab gerðu í nótt árás á herstöð Afríkubandalagsins í Sómalíu. Bíl var ekið að hliðum stöðvarinnar og þar var hann sprengdur í loft upp. Þungvopnaðir vígamenn ruddust því næst inn í herstöðina. Mannfall liggur ekki fyrir en Al-Shabaab segja að hermennirnir hafi flúið frá herstöðinni.

Meðlimir Al-shabaab berjast gegn yfirvöldum Sómalíu sem studd eru af Afríkubandalaginu. Talið er að hermenn frá Búrúndí hafi haldið stöðinni. Í júní felldu vígamenn tugi hermanna frá Búrúndí nærri höfuðborginni Mogadishu.

Þrátt fyrir það hafa hermenn Afríkubandalagsins sátt áfram gegn hryðjuverkasamtökunum á síðustu mánuðum og rekið vígamenn úr helstu vígum sínum í suðurhluta landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×