ŢRIĐJUDAGUR 24. JANÚAR NÝJAST 19:04

Birkir Bjarnason á leiđ til Aston Villa

SPORT

Ákveđiđ ađ slaka á útbreiđslukröfum til 365

 
Innlent
07:00 09. JANÚAR 2016
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. VÍSIR/VILHELM

Póst- og fjarskiptastofnun tekur undir þá skoðun 365 miðla ehf. að forsendubrestur hafi orðið um uppbyggingu á 4G þjónustu og hefur tekið þá ákvörðun að slaka á kröfum sem gerðar voru til 365.

Samkvæmt þeim kröfum sem gerðar voru þegar 365 keypti tíðniheimild til að koma þjónustunni á þarf fyrirtækið að bjóða 99,5 prósentum landsmanna upp á 4G farnetsþjónustu fyrir árslok 2016.

Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir slakað á kröfum um tíma en ekki dreifingu. Hann segir forsendubrestinn sem um ræðir hafa verið ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að verja 500 milljónum króna í uppbyggingu á ljósneti í dreifbýli.

„Fyrir hinn almenna borgara þýðir þetta það að ef 365 byggir upp þetta kerfi er hægt að gera það á hagkvæmara verði. Þetta eru býsna miklar kröfur, að það eigi að ná til 99 prósent landsmanna,“ segir Hrafnkell.

„Í stað þess að við séum að fara í uppbyggingu á farsímakerfi sem á að ná til dreifðustu byggða landsins, sem myndi kosta nokkra milljarða, þá getum við nýtt ljósleiðarauppbyggingu ríkisstjórnarinnar,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, um ákvörðunina.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Ákveđiđ ađ slaka á útbreiđslukröfum til 365
Fara efst