Ákvarðanir vel tengda embættismannsins Ólafur Þ. Stephensen skrifar 9. október 2014 07:00 Kastljósi RÚV var á mánudagskvöldið beint að hagsmunatengslum valdamikils embættismanns í atvinnuvegaráðuneytinu, sem stýrir meðal annars nefnd sem tekur í umboði ráðherra ákvarðanir um hvort heimila skuli tollfrjálsan innflutning á landbúnaðarvörum. Tengsl embættismannsins við umsvifamikla innlenda framleiðendur eru margvísleg og víðtæk, en um leið er honum falið vald til að samþykkja eða synja beiðnum verzlunarfyrirtækja um að fá að flytja inn búvörur frá erlendum framleiðendum.„Við erum til þess“ Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra var mættur í Kastljósið á þriðjudagskvöld og svaraði þar meðal annars þeirri gagnrýni að nefndin hefði dregið taum innlendra framleiðenda á kostnað innflytjenda. „En þannig er nú akkúrat lagaverkið. Það eru lögin sem Alþingi setti. Við erum til þess – lögin eru til þess sett að tryggja að hér sé innlend matvara á boðstólum og lögin snúast um það,“ sagði ráðherrann. Nú er það út af fyrir sig rétt hjá ráðherranum að lagasetning Alþingis hyglar einni atvinnugrein, landbúnaðinum, kinnroðalaust. Landbúnaðurinn er eina atvinnugreinin sem stjórnmálamenn telja sig sérstaklega „vera til þess“ að vernda fyrir erlendri samkeppni með ofurtollum og öðrum innflutningshömlum. Samþjöppun og einokun á mjólkurmarkaði, sem hefur orðið nánast algjör á undanförnum árum, er sömuleiðis í boði Alþingis, sem gaf mjólkuriðnaðinum sérstaka undanþágu frá samkeppnislöggjöfinni.Ekki framleitt á Íslandi Þrátt fyrir þetta gera lögin ráð fyrir því að hægt sé að flytja inn erlenda búvöru án tolla ef innlend framleiðsla annar ekki eftirspurninni. Samkvæmt 65. grein búvörulaganna skal ráðherra úthluta tollkvóta fyrir vörur sem ekki er nóg til af á innanlandsmarkaði. Ráðgjafarnefnd ráðherra um inn- og útflutning á landbúnaðarvörum hefur ítrekað hafnað beiðnum fyrirtækja um að fá að flytja inn erlenda búvöru, sem er alls ekki framleidd á Íslandi, þar með talinn lífrænan kjúkling og osta úr ær-, geita- og buffalamjólk. Nefndin hefur vísað til þess að slíka vöru sé hægt að flytja inn samkvæmt öðrum tollkvótum. Þær ívilnanir voru hins vegar ekki ákveðnar til að mæta vöruskorti, heldur vegna gagnkvæmra skuldbindinga Íslands samkvæmt alþjóðasamningum. Það er engin leið að rökstyðja að innflutningur á búvöru, sem er ekki framleidd á Íslandi, vinni gegn því markmiði að innlend búvara sé á boðstólum. Ef eitthvað er myndi slíkur innflutningur stuðla að því að innlendir framleiðendur ykju fjölbreytnina í eigin vöruframboði, neytendum til hagsbóta. Að vilja hefta innflutning á ærmjólkurosti til að vernda innlenda ostaframleiðslu er dálítið eins og iðnaðarráðherrann vildi hafa ofurtolla á veiðistöngum til að vernda innlendar netagerðir. Atvinnuvegaráðuneytið vildi ekki takast á um ákvörðun ráðgjafanefndarinnar fyrir dómi og fékk í vikunni vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur stefnu Haga ehf., sem kröfðust ógildingar á synjun beiðni um tollfrjálsan innflutningskvóta fyrir osta. Sú frávísun hefur verið kærð til Hæstaréttar. Íslenzk verzlunarfyrirtæki munu hins vegar halda áfram að láta reyna á lögmæti ákvarðana ráðgjafanefndarinnar, sem vel tengdi embættismaðurinn stýrir. Það er bæði hagur verzlunarinnar í landinu og neytenda að þær heimildir, sem þó eru í lögunum til að flytja inn ódýra búvöru, séu nýttar. Til lengri tíma litið þarf að tryggja að landbúnaðurinn fái erlenda samkeppni í vaxandi mæli, rétt eins og aðrar atvinnugreinar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Sjá meira
Kastljósi RÚV var á mánudagskvöldið beint að hagsmunatengslum valdamikils embættismanns í atvinnuvegaráðuneytinu, sem stýrir meðal annars nefnd sem tekur í umboði ráðherra ákvarðanir um hvort heimila skuli tollfrjálsan innflutning á landbúnaðarvörum. Tengsl embættismannsins við umsvifamikla innlenda framleiðendur eru margvísleg og víðtæk, en um leið er honum falið vald til að samþykkja eða synja beiðnum verzlunarfyrirtækja um að fá að flytja inn búvörur frá erlendum framleiðendum.„Við erum til þess“ Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra var mættur í Kastljósið á þriðjudagskvöld og svaraði þar meðal annars þeirri gagnrýni að nefndin hefði dregið taum innlendra framleiðenda á kostnað innflytjenda. „En þannig er nú akkúrat lagaverkið. Það eru lögin sem Alþingi setti. Við erum til þess – lögin eru til þess sett að tryggja að hér sé innlend matvara á boðstólum og lögin snúast um það,“ sagði ráðherrann. Nú er það út af fyrir sig rétt hjá ráðherranum að lagasetning Alþingis hyglar einni atvinnugrein, landbúnaðinum, kinnroðalaust. Landbúnaðurinn er eina atvinnugreinin sem stjórnmálamenn telja sig sérstaklega „vera til þess“ að vernda fyrir erlendri samkeppni með ofurtollum og öðrum innflutningshömlum. Samþjöppun og einokun á mjólkurmarkaði, sem hefur orðið nánast algjör á undanförnum árum, er sömuleiðis í boði Alþingis, sem gaf mjólkuriðnaðinum sérstaka undanþágu frá samkeppnislöggjöfinni.Ekki framleitt á Íslandi Þrátt fyrir þetta gera lögin ráð fyrir því að hægt sé að flytja inn erlenda búvöru án tolla ef innlend framleiðsla annar ekki eftirspurninni. Samkvæmt 65. grein búvörulaganna skal ráðherra úthluta tollkvóta fyrir vörur sem ekki er nóg til af á innanlandsmarkaði. Ráðgjafarnefnd ráðherra um inn- og útflutning á landbúnaðarvörum hefur ítrekað hafnað beiðnum fyrirtækja um að fá að flytja inn erlenda búvöru, sem er alls ekki framleidd á Íslandi, þar með talinn lífrænan kjúkling og osta úr ær-, geita- og buffalamjólk. Nefndin hefur vísað til þess að slíka vöru sé hægt að flytja inn samkvæmt öðrum tollkvótum. Þær ívilnanir voru hins vegar ekki ákveðnar til að mæta vöruskorti, heldur vegna gagnkvæmra skuldbindinga Íslands samkvæmt alþjóðasamningum. Það er engin leið að rökstyðja að innflutningur á búvöru, sem er ekki framleidd á Íslandi, vinni gegn því markmiði að innlend búvara sé á boðstólum. Ef eitthvað er myndi slíkur innflutningur stuðla að því að innlendir framleiðendur ykju fjölbreytnina í eigin vöruframboði, neytendum til hagsbóta. Að vilja hefta innflutning á ærmjólkurosti til að vernda innlenda ostaframleiðslu er dálítið eins og iðnaðarráðherrann vildi hafa ofurtolla á veiðistöngum til að vernda innlendar netagerðir. Atvinnuvegaráðuneytið vildi ekki takast á um ákvörðun ráðgjafanefndarinnar fyrir dómi og fékk í vikunni vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur stefnu Haga ehf., sem kröfðust ógildingar á synjun beiðni um tollfrjálsan innflutningskvóta fyrir osta. Sú frávísun hefur verið kærð til Hæstaréttar. Íslenzk verzlunarfyrirtæki munu hins vegar halda áfram að láta reyna á lögmæti ákvarðana ráðgjafanefndarinnar, sem vel tengdi embættismaðurinn stýrir. Það er bæði hagur verzlunarinnar í landinu og neytenda að þær heimildir, sem þó eru í lögunum til að flytja inn ódýra búvöru, séu nýttar. Til lengri tíma litið þarf að tryggja að landbúnaðurinn fái erlenda samkeppni í vaxandi mæli, rétt eins og aðrar atvinnugreinar.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun