Viðskipti innlent

Ákvað að vera ekki atvinnulaus

Snærós Sindradóttir skrifar
Hjónin Malgorzata og Adam, bakvið búðarborðið
Hjónin Malgorzata og Adam, bakvið búðarborðið VÍSIR/Snærós
Hjónin Malgorzata og Adam Szuba eiga og reka pólska matvöruverslun á Ísafirði í sama húsnæði og Bónus verslun bæjarins.

"Ég er búin að búa á Flateyri í sextán ár. Fyrst vann ég í frystihúsinu og svo á elliheimilinu en þegar elliheimilið lokaði varð ég atvinnulaus. Þá ákvað ég að opna búðina," segir Malgorzata.

Verslunin heitir SAM og opnaði í desember árið 2010 en flutti nýlega á neðri hæð húsnæðisins. Í versluninni er að finna pólska sérvöru, tímarit, pylsur, niðursoðið grænmeti og margt fleira. 

Súrsað grænmeti í stórum stílVÍSIR/Snærós
Verslunin er ekki á neinn hátt tengd pólsku búðinni í Reykjavík. "Þessi búð er bara mín," segir Malgorzata ánægð.

En ætli pólska samfélagið sé ekki þakklát fyrir að hjónin skuli færa þeim brot af heimalandinu vestur á firði, "Margir Pólverjar versla hér en líka Íslendingar, Tælendingar og Filipseyingar. Bara allir," segir Malgorzata að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×