Ákall til fjölmiðla Ögmundur Jónasson skrifar 14. apríl 2015 07:00 Lýðræðisþjóðfélög Vesturlanda byggja á þrískiptingu ríkisvalds. Á okkar söguskeiði var það franski lögspekingurinn Montesquieu, sem greindi þetta vald í þrjá þætti, löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Þetta var á 18. öldinni, öld Upplýsingarinnar. Áður höfðu Forn-Grikkir föndrað við svipaðar hugmyndir bæði í teoríu og praxis.Fjórða valdið Allt var þetta fyrir öld öflugrar fjölmiðlunar. Eftir því sem á 20. öldina leið urðu fjölmiðlar áhrifaríkari þar til svo var komið að farið var að skírskota til þeirra sem fjórða valdsins. Þar var ekki einvörðungu horft til þess sem mikilvægt hlýtur að teljast að fjölmiðlar – í mismunandi ríkum mæli þó – skapa almenningi vettvang til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Fjórða valdið snýr þó síður að lýðræðinu og áhrifum almennings á vettvangi fjölmiðla en fremur að eigendum þeirra og starfsmönnum því þeir fá miklu ráðið um hvernig upplýsingar eru matreiddar um gangverk samfélagsins og ákvarðanir sem þar eru teknar og afleiðingar þeirra. Með öðrum orðum, fjölmiðlar fjalla um hagsmuni og stjórnmál og blöndu af þessu tvennu.„Nú taka fjölmiðlar við“ Af þessum sökum hefur gagnrýnin umræða um fjölmiðla – fjórða valdið – ekki þótt síður nauðsynleg en um framangreinda valdþætti ríkisvaldsins, löggjafarvaldið, framkvæmdarvaldið og dómsvaldið. Þarna þarf allt að vera gagnsætt og vinnubrögð verða að þola skært kastljós. Þetta kom mér í hug þegar ég las niðurlag leiðara Fréttablaðsins laugardaginn 4. apríl: „Sérstakur saksóknari gegnir mikilvægu embætti. Hann hefur örlög fjölda manna í höndum sér. Hvaða skoðun sem fólk hefur á persónum og leikendum getum við vonandi öll sammælst um að tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið þegar örlög fólks eru í húfi. Það er nauðsynlegt að upplýsa hvort sérstakur saksóknari laug þegar hann sagðist ekki hafa vitað um tengsl Sverris og Ólafs Ólafssonar. Niðurstaða Hæstaréttar er óboðleg, og má ekki verða endahnútur þessa máls. Nú taka fjölmiðlar við.“ Ég tek undir með Fréttablaðinu að um þessi mál þarf að fjalla óháð persónum og leikendum. Persónur og leikendur eru engu að síður staðsettir einhvers staðar í veruleika tilfinninga og hagsmuna. Það á við um þá sem eiga Fréttablaðið og starfa þar, ekki síður en aðra. Í þessu ljósi hljótum við að skoða hve hart Fréttablaðið gengur í gagnrýni á embætti sérstaks saksóknara. Dómstólum, hér sem annars staðar, hafa stundum orðið á mistök. Hafi menn grun um slíkt, er eðlilegt að það sé rætt í fjölmiðlum á gagnrýninn hátt. Það er líka rétt sem fram kemur í leiðara Fréttablaðsins að réttarkerfið hefur örlög margra í hendi sér. Það hefur Fjórða valdið líka á sinn hátt. Ábyrgð þess er því mikil.Það sem sannara reynist Þegar fjölmiðlar ráðast til atlögu gegn réttarkerfinu verða þeir að vita að kastjósið kemur til með að beinast að þeim sjálfum. Fyrir hönd okkar sem viljum tryggja óhlutdrægni fjölmiðla er þessi greinarstúfur hugsaður sem ákall til íslenskra fjölmiðlamanna, eigenda og starfsmanna, að þeir hafi ætíð það sem sannara reynist og minnist þess að þeir fara með vald. Í mínum huga er niðurlagssetningin í tilvitnuðum leiðara grafalvarleg í ljósi þess að ritstjórinn sem skrifar þessa herhvöt er jafnframt æðsti stjórnandi allrar 365 fjölmiðlasamsteypunnar sem er í eigu málsaðila dómsmála sem undirbúin hafa verið hjá því embætti sem spjótum skal nú beint að.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Lýðræðisþjóðfélög Vesturlanda byggja á þrískiptingu ríkisvalds. Á okkar söguskeiði var það franski lögspekingurinn Montesquieu, sem greindi þetta vald í þrjá þætti, löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Þetta var á 18. öldinni, öld Upplýsingarinnar. Áður höfðu Forn-Grikkir föndrað við svipaðar hugmyndir bæði í teoríu og praxis.Fjórða valdið Allt var þetta fyrir öld öflugrar fjölmiðlunar. Eftir því sem á 20. öldina leið urðu fjölmiðlar áhrifaríkari þar til svo var komið að farið var að skírskota til þeirra sem fjórða valdsins. Þar var ekki einvörðungu horft til þess sem mikilvægt hlýtur að teljast að fjölmiðlar – í mismunandi ríkum mæli þó – skapa almenningi vettvang til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Fjórða valdið snýr þó síður að lýðræðinu og áhrifum almennings á vettvangi fjölmiðla en fremur að eigendum þeirra og starfsmönnum því þeir fá miklu ráðið um hvernig upplýsingar eru matreiddar um gangverk samfélagsins og ákvarðanir sem þar eru teknar og afleiðingar þeirra. Með öðrum orðum, fjölmiðlar fjalla um hagsmuni og stjórnmál og blöndu af þessu tvennu.„Nú taka fjölmiðlar við“ Af þessum sökum hefur gagnrýnin umræða um fjölmiðla – fjórða valdið – ekki þótt síður nauðsynleg en um framangreinda valdþætti ríkisvaldsins, löggjafarvaldið, framkvæmdarvaldið og dómsvaldið. Þarna þarf allt að vera gagnsætt og vinnubrögð verða að þola skært kastljós. Þetta kom mér í hug þegar ég las niðurlag leiðara Fréttablaðsins laugardaginn 4. apríl: „Sérstakur saksóknari gegnir mikilvægu embætti. Hann hefur örlög fjölda manna í höndum sér. Hvaða skoðun sem fólk hefur á persónum og leikendum getum við vonandi öll sammælst um að tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið þegar örlög fólks eru í húfi. Það er nauðsynlegt að upplýsa hvort sérstakur saksóknari laug þegar hann sagðist ekki hafa vitað um tengsl Sverris og Ólafs Ólafssonar. Niðurstaða Hæstaréttar er óboðleg, og má ekki verða endahnútur þessa máls. Nú taka fjölmiðlar við.“ Ég tek undir með Fréttablaðinu að um þessi mál þarf að fjalla óháð persónum og leikendum. Persónur og leikendur eru engu að síður staðsettir einhvers staðar í veruleika tilfinninga og hagsmuna. Það á við um þá sem eiga Fréttablaðið og starfa þar, ekki síður en aðra. Í þessu ljósi hljótum við að skoða hve hart Fréttablaðið gengur í gagnrýni á embætti sérstaks saksóknara. Dómstólum, hér sem annars staðar, hafa stundum orðið á mistök. Hafi menn grun um slíkt, er eðlilegt að það sé rætt í fjölmiðlum á gagnrýninn hátt. Það er líka rétt sem fram kemur í leiðara Fréttablaðsins að réttarkerfið hefur örlög margra í hendi sér. Það hefur Fjórða valdið líka á sinn hátt. Ábyrgð þess er því mikil.Það sem sannara reynist Þegar fjölmiðlar ráðast til atlögu gegn réttarkerfinu verða þeir að vita að kastjósið kemur til með að beinast að þeim sjálfum. Fyrir hönd okkar sem viljum tryggja óhlutdrægni fjölmiðla er þessi greinarstúfur hugsaður sem ákall til íslenskra fjölmiðlamanna, eigenda og starfsmanna, að þeir hafi ætíð það sem sannara reynist og minnist þess að þeir fara með vald. Í mínum huga er niðurlagssetningin í tilvitnuðum leiðara grafalvarleg í ljósi þess að ritstjórinn sem skrifar þessa herhvöt er jafnframt æðsti stjórnandi allrar 365 fjölmiðlasamsteypunnar sem er í eigu málsaðila dómsmála sem undirbúin hafa verið hjá því embætti sem spjótum skal nú beint að.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun