Innlent

Ákærður fyrir tilraun til manndráps úti á Granda

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hin meinta árás átti sér stað fyrir utan smáhýsi við Fiskislóð og hlaut fórnarlambið fjögurra sentimetra skurðsár á brjósti og loftbrjóst hægra megin.
Hin meinta árás átti sér stað fyrir utan smáhýsi við Fiskislóð og hlaut fórnarlambið fjögurra sentimetra skurðsár á brjósti og loftbrjóst hægra megin. Mynd/Lögreglan
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa stungið annan mann, sex árum yngri, með hnífi í brjóstkassann að kvöldi laugardagsins 10. janúar.

Hin meinta árás átti sér stað fyrir utan smáhýsi við Fiskislóð og hlaut fórnarlambið fjögurra sentimetra skurðsár á brjósti og loftbrjóst hægra megin.

Árásarmaðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í kjölfar árásarinnar en í úrskurðinum kom fram að hann hefði játað hnífsstunguna. Í greinagerð lögreglustjóra kom fram það sjónarhorn brotaþola að ákærði hefði stungið sig eftir rifrildi og slagsmál.

Aðalmeðferð fór fram í málinu í gær og má því reikna með því að dómur verði upp kveðinn innan fjögurra vikna. Maðurinn sem fyrir árásinni varð krefst fjögurra milljóna króna í miskabætur ásamt dráttarvöxtum. Þá er þess krafist að ákærði þurfi að greiða málskostnað brotaþola.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×