Airbnb fyrir glósur Sæunn Gísladóttir skrifar 9. júlí 2016 07:00 Noted byggir á hugmyndinni að mikill vilji sé fyrir góðum glósum. Vísir/Eyþór Startup Reykjavik fer fram í fimmta sinn um þessar mundir. Tíu fyrirtæki hafa tekið þátt ár hvert. Fréttablaðið kynnti sér starfsemi þeirra fyrirtækja sem kynntu sig á PopUp & Pitch-kvöldinu á fimmtudaginn. Í hverjum einasta bekk er einhver snillingur sem býr til æðislegar glósur og markmiðið er að einhverju leyti að gera þessa manneskju að rokkstjörnu.“ Þetta segir Helgi Þorsteinsson, en hann ásamt Snæbirni Hersi Snæbjarnarsyni og Erwin Szudrawski standa að baki fyrirtækinu Noted. Noted er vettvangur fyrir stúdenta til að deila glósum og námsefni sín á milli. „Þetta byggir á því að það er rosa mikill vilji hjá nemum að fá glósur og þeir sem eru að glósa fá oftar en ekki ekkert fyrir það og ef það er gert þá er það voða óskipulagt. Við ætlum að búa til vettvang þar sem þeir sem eru góðir að glósa búa til prófíl um sig og hlaða inn glósunum sínum og fólk getur gerst áskrifandi á glósurnar þeirra og þeir fá greitt fyrir það. Þetta er eins konar Airbnb fyrir glósur,“ segir Helgi. „Í mörgum tilfellum er þetta nemandi sem hefur mikið fram að færa og getur kennt samnemendum sínum mjög mikið þannig að það eru allir bættir á því að viðkomandi láti glósurnar sínar og fái eitthvað í staðinn,“ segir Helgi. „Markmiðið er að appið verði tilbúið í lok Startup Reykjavík. Í haust verði búið að prófa vöruna og að þetta verði orðin nokkuð góð vara. Við ætlum svo líka að vera búin að ráða fullt af góðum glósurum þá.“ Teymið mun svo vinna áfram hjá fyrirtækinu í haust. Teymið hefur góða reynslu af vörunni. Þeir settu frumgerð í loftið fyrir síðustu jólapróf sem var svo vinsæl að síðan fór niður. Helgi vill hvetja alla sem eiga glósur að prófa að setja þær inn. „Aðrir gætu nýtt sér þær og þú gætir fengið einhverjar tekjur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. júlí Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira
Startup Reykjavik fer fram í fimmta sinn um þessar mundir. Tíu fyrirtæki hafa tekið þátt ár hvert. Fréttablaðið kynnti sér starfsemi þeirra fyrirtækja sem kynntu sig á PopUp & Pitch-kvöldinu á fimmtudaginn. Í hverjum einasta bekk er einhver snillingur sem býr til æðislegar glósur og markmiðið er að einhverju leyti að gera þessa manneskju að rokkstjörnu.“ Þetta segir Helgi Þorsteinsson, en hann ásamt Snæbirni Hersi Snæbjarnarsyni og Erwin Szudrawski standa að baki fyrirtækinu Noted. Noted er vettvangur fyrir stúdenta til að deila glósum og námsefni sín á milli. „Þetta byggir á því að það er rosa mikill vilji hjá nemum að fá glósur og þeir sem eru að glósa fá oftar en ekki ekkert fyrir það og ef það er gert þá er það voða óskipulagt. Við ætlum að búa til vettvang þar sem þeir sem eru góðir að glósa búa til prófíl um sig og hlaða inn glósunum sínum og fólk getur gerst áskrifandi á glósurnar þeirra og þeir fá greitt fyrir það. Þetta er eins konar Airbnb fyrir glósur,“ segir Helgi. „Í mörgum tilfellum er þetta nemandi sem hefur mikið fram að færa og getur kennt samnemendum sínum mjög mikið þannig að það eru allir bættir á því að viðkomandi láti glósurnar sínar og fái eitthvað í staðinn,“ segir Helgi. „Markmiðið er að appið verði tilbúið í lok Startup Reykjavík. Í haust verði búið að prófa vöruna og að þetta verði orðin nokkuð góð vara. Við ætlum svo líka að vera búin að ráða fullt af góðum glósurum þá.“ Teymið mun svo vinna áfram hjá fyrirtækinu í haust. Teymið hefur góða reynslu af vörunni. Þeir settu frumgerð í loftið fyrir síðustu jólapróf sem var svo vinsæl að síðan fór niður. Helgi vill hvetja alla sem eiga glósur að prófa að setja þær inn. „Aðrir gætu nýtt sér þær og þú gætir fengið einhverjar tekjur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. júlí
Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Sjá meira