Enski boltinn

AIK búið að kaupa Hauk - þriðji Íslendingurinn í sögu félagsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukur Heiðar Hauksson.
Haukur Heiðar Hauksson. Vísir/Daníel
Sænska úrvalsdeildarfélagið AIK er búið að ganga frá kaupum á bakverðinum Hauki Heiðari Haukssyni en þetta er staðfest á heimasíðu félagsins í dag. Þetta hefur lengið legið í loftinu en nú endanlega gengið í gegn.

„Haukur er hægri bakvörður af náttúrunnar hendi og þegar við sáum hann í leik þá sýndi bæði þá hæfileika sem við leituðum eftir í vörn og sókn. Hann hefur reynslu frá alvöru fótbolta og hefur bæði unnið titla með sínu liði og spilað á alþjóðlegum vettvangi," sagði Björn Wesström, íþróttastjóri AIK, á heimasíðu félagsins.

Haukur Heiðar, sem er 23 ára gamall, skrifaði undir þriggja ára samning sem gildir til ársins 2018. Hann var uppalinn hjá KA en kom til KR árið 2012.

Hann er þriðji Íslendingurinn í sögu AIK en með liðinu spiluðu einnig Hörður Hilmarsson (1980-81) og Helgi Valur Daníelsson (2010-13).








Fleiri fréttir

Sjá meira


×