Áhyggjur af sterkum efnum í tannhvíttun 23. janúar 2012 06:00 Tannlæknar hafa varað við þeim sterku efnum sem notuð hafa verið á tannhvíttunarstofum. Heilbrigðisfulltrúar í landinu hafa orðið varir við að sterkari efni séu notuð á tannhvíttunarstofum en leyfilegt er, að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, deildarstjóra á deild hollustuverndar Umhverfisstofnunar. „Þeir hafa orðið varir við notkun sterkari efna en leyfilegt er að nota,“ segir Sigríður. Tannhvíttunarefni mega til dæmis ekki innihalda meira en 0,1 prósent af vetnisperoxíði eða ígildi þess í öðrum efnum en dæmi eru um að notað hafi verið efni með allt að 16 prósenta vetnisperoxíði eða ígildi þess. Það er um 160 falt sterkara efni en leyfilegt er. Sigurður Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands, hefur varað við þeim sterku efnum sem notuð hafa verið á tannhvíttunarstofum. „Ef óvarlega er farið eru þessi efni hættuleg ungu fólki sem er með óþroskaðar tennur,“ segir Sigurður. Á vef stofunnar tannhvittun.is var myndband þar sem sást pakkning með 16 prósenta vetnisperoxíði. Sama dag og myndbandið var birt á Vísi var sá hluti myndbandsins þar sem pakkningin sást tekinn út. Jafnframt var tekinn út hluti þar sem sást penni til eftirmeðferðar og hefur nú verið birt mynd af öðrum penna, að sögn Sigríðar. Rúna Óladóttir, sem rekur tattústofu og stofuna tannhvittun.is, kveðst ekki hafa verið að fela neitt með því að klippa úr myndbandinu. „Þegar við byrjuðum notuðum við 16 prósenta efnið. En þegar ég sótti um leyfi var mér sagt að við mættum ekki nota það. Þess vegna klippti ég myndbandið. Hér er allt löglegt.“ Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, segir eftirlitið ekki hafa vitað um starfsemi Rúnu fyrr en upplýsingar hafi fengist annars staðar frá. „Við tilkynntum henni þá strax í haust að hún yrði að hafa starfsleyfi og hún er búin að fá það með fyrirvara um samþykki heilbrigðisnefndar. Þegar við tókum stofuna út var hún bara með lögleg efni uppi. En við förum allaf í eftirlitsferðir án þess að tilkynna komu okkar,“ segir Magnús. Nýlega tók gildi í Evrópusambandinu tilskipun sem heimilar notkun á tannhvíttunarefni með allt að 6 prósenta vetnisperoxíði eða ígildi þess. Markaðssetning og notkun þess verður þó að vera undir eftirliti þess sem hefur sérkunnáttu og leyfi til að starfa við tennur fólks, svo sem tannlækna, að því er segir á vef Umhverfisstofnunar. Þessi tilskipun hefur ekki tekið gildi hér. ibs@frettabladid.is Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Heilbrigðisfulltrúar í landinu hafa orðið varir við að sterkari efni séu notuð á tannhvíttunarstofum en leyfilegt er, að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, deildarstjóra á deild hollustuverndar Umhverfisstofnunar. „Þeir hafa orðið varir við notkun sterkari efna en leyfilegt er að nota,“ segir Sigríður. Tannhvíttunarefni mega til dæmis ekki innihalda meira en 0,1 prósent af vetnisperoxíði eða ígildi þess í öðrum efnum en dæmi eru um að notað hafi verið efni með allt að 16 prósenta vetnisperoxíði eða ígildi þess. Það er um 160 falt sterkara efni en leyfilegt er. Sigurður Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands, hefur varað við þeim sterku efnum sem notuð hafa verið á tannhvíttunarstofum. „Ef óvarlega er farið eru þessi efni hættuleg ungu fólki sem er með óþroskaðar tennur,“ segir Sigurður. Á vef stofunnar tannhvittun.is var myndband þar sem sást pakkning með 16 prósenta vetnisperoxíði. Sama dag og myndbandið var birt á Vísi var sá hluti myndbandsins þar sem pakkningin sást tekinn út. Jafnframt var tekinn út hluti þar sem sást penni til eftirmeðferðar og hefur nú verið birt mynd af öðrum penna, að sögn Sigríðar. Rúna Óladóttir, sem rekur tattústofu og stofuna tannhvittun.is, kveðst ekki hafa verið að fela neitt með því að klippa úr myndbandinu. „Þegar við byrjuðum notuðum við 16 prósenta efnið. En þegar ég sótti um leyfi var mér sagt að við mættum ekki nota það. Þess vegna klippti ég myndbandið. Hér er allt löglegt.“ Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, segir eftirlitið ekki hafa vitað um starfsemi Rúnu fyrr en upplýsingar hafi fengist annars staðar frá. „Við tilkynntum henni þá strax í haust að hún yrði að hafa starfsleyfi og hún er búin að fá það með fyrirvara um samþykki heilbrigðisnefndar. Þegar við tókum stofuna út var hún bara með lögleg efni uppi. En við förum allaf í eftirlitsferðir án þess að tilkynna komu okkar,“ segir Magnús. Nýlega tók gildi í Evrópusambandinu tilskipun sem heimilar notkun á tannhvíttunarefni með allt að 6 prósenta vetnisperoxíði eða ígildi þess. Markaðssetning og notkun þess verður þó að vera undir eftirliti þess sem hefur sérkunnáttu og leyfi til að starfa við tennur fólks, svo sem tannlækna, að því er segir á vef Umhverfisstofnunar. Þessi tilskipun hefur ekki tekið gildi hér. ibs@frettabladid.is
Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent