Lífið

Ágústspá Siggu Kling – Vogin: Trúðu á töfra!

Sigga Kling skrifar
Elsku andlega þenkjandi Vog. Mörgum finnst þú vera mikil fyrirmynd og það er dáðst að þér úr fjarlægð. Það er eins og að þú skynjir það bara alls ekki. Þú hefur alltof miklar áhyggjur af því að fólk frétti eða heyri eitthvað í kringum þig.

Láttu allt svoleiðis þig engu varða og mundu að þú ert einn af máttarstólpum þjóðfélagsins og það er alltaf til fólk sem sýnir öfund og illgirni. Besta leiðin til að slá það fólk út af laginu er að gera þær manneskjur að vinum þínum.

Það er oft sem maður bíður eftir því að einhverjir töfrar leysi vandamálin manns og ef vandamálin þín eru ekki að leysast þá er það af því að þú trúir ekki á töfra!

Ótrúlega mikilvægt er að þú framkvæmir strax það sem þér dettur í hug. Ef þú ert hræddur þá nær alheimsorkan ekki til þín. Þora, þora, þora, gera, gera, gera, og allt mun ganga upp.

Það fólk sem stendur næst þér á eftir að vilja vernda þig og gæta þín, svo hafðu trú á fólki. Alveg sama hvað.

Mottó: Ef þori, vil ég, get ég. Já ég þori, get og vil (syngist)

Frægir í Voginni: Glúmur Baldvinsson stjórnmálafræðingur, Hjalti flugþjónn, Ingi í Sign, Jón Axel Ólafsson athafnamaður, Matt Damon leikari, Íris Berg, fatahönnuðurinn minn, Mary Poppins, Steingrímur Sævarr Ólafsson fjölmiðlaráðgjafi, Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og sjónvarpskona, Hanna Birna Kristjánsdóttir þingkona, Hildur Sverrisdóttir varaborgarfulltrúi, Ragnhildur Gísladóttir tónlistarmaður, Solla Eiríks á Gló. 


Tengdar fréttir

Ágústspá Siggu Kling – Fiskur: Daðraðu við lífið

Dásamlegi Fiskur. Það sem einkennir þig mest þessa dagana er að þú ferð bara þínar eigin leiðir. Það kemur þó fyrir að þér finnist þú vera svo hjálparlaus að þú gætir alveg misst máttinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×