Erlent

Ágreiningur Bandaríkjamanna og Rússa enn til staðar

mynd/AP
Enn er mikill ágreiningur milli Bandaríkjamanna og Rússa um hvernig beri að bregðast við borgarastríðinu  í Sýrlandi.

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að vonandi gætu ríkin tvö náð einhvers konar vísi að samkomulagi fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York síðar í þessum mánuði, en Clinton sótti í gær ráðstefnu í Vladivostok í boði Vladímír Pútín, Rússlandsforseta.

Clinton sagði hins vegar að menn þyrftu að vera raunsæir. Rússland og Bandaríkin hefði greint á um hvernig ætti að bregðast við stöðunni í Sýrlandi ef það héldi áfram myndu Bandaríkin áfram vinna með þeim ríkjum sem styddu andspyrnuhreyfinguna í Sýrlandi til að flýta fyrir falli Assads Sýrlandsforseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×